Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15371
Í rannsókninni er fjallað um það hvort og hvernig megi auka lestrarfærni nemenda með röskun í nefnuhraða (e. rapid naming). Nefnuhraði mælir sjálfvirkni (e. automaticity) eða sjálf¬virka færni í lestri nemenda og er sá tími sem tekur einstakling að nefna (eins hratt og hann getur) röð mynda, stafa, talna eða annarra tákna (Muter og Snowling, 2003, bls. 43). Rann¬sóknir hafa sýnt að nemendur með slakan nefnuhraða ráða illa við úrvinnslu stafaraða og við að kalla fram og festa í minninu algeng stafamynstur; það leiðir til erfiðleika við að greina og byggja upp ritháttarfærni og ná viðunandi leshraða.
Höfundur hefur þróað lestrarþjálfunarefni sem kallast Lesbjörg og var það megin-markmið rannsóknarinnar að kanna hvort íhlutun með því yki lestrarfærni nemenda.
Við þróun þjálfunarefnisins var tekið mið af hugmyndum erlendra fræðimanna um þætti sem mikilvægast er að þjálfa hjá viðkomandi nemendum.
Unnið var út frá svohljóðandi rannsóknarspurningu:
Er hægt að þjálfa ritháttarfærni, lestrarnákvæmni, lestraröryggi og leshraða hjá nemendum með slakan nefnuhraða með þjálfunarefninu Lesbjörgu?
Spurningin felur í sér hvort hægt sé að auka ritháttarþekkingu nemenda, fækka villum og endur¬tekningum í lestri og hvort auka megi leshraða með markvissum hætti. Rannsóknin fór fram skólaárið 2011–2012 og tóku þrír nemendur í 4.–6. bekk þátt í 12 vikna lestrar¬þjálfun. Til að meta áhrif lestrarþjálfunarinnar var notað einliðasnið. Það er notað þegar rannsókn beinist að einstaklingum eða hópi sem tekur þátt í tiltekinni meðferð.
Niðurstöður sýndu að íhlutun með þjálfunarefninu Lesbjörgu bar árangur. Þátttakendur juku færni sína á öllum sviðum á íhlutunarskeiði. Ritháttarfærni, mæld í hlutfalli rétt lesinna orða, jókst um 14 – 28 prósentustig. Fjöldi rétt lesinna orða jókst um allt að 89% og þar með lestrar¬nákvæmni. Nemendur bættu jafnframt lestraröryggi sitt þar sem fjölda villna og endur-tekninga fækkaði um 21–72%. Einnig jókst leshraði en fjöldi lesinna orða á mínútu jókst um 42 – 49%. Þátttakendur bættu einnig við færni sína á eftirfylgniskeiði.
Það er álit höfundar að með áframhaldandi þróun á Lesbjörgu megi ná enn betri árangri. Nauðsynlegt er einnig að skima fyrir þessum erfiðleikum, eins og gert er varðandi nemendur með hljóðkerfiserfiðleika, til þess að hægt sé að byrja markvissa þjálfun strax í 1. bekk
This paper discusses how and to what degree students' reading skills may be enhanced by manipulating the speed of rapid naming exercises.
In rapid naming, the automaticity or automatic skill is asseessed, and correesponds to the time it takes a subject to repeat as quickly as he can, a sequence of pictures, letters, symbols, numbers or other signs (Muter and Snowling, 2003, p. 43). Investigations have shown that students who score poorly in naming speed, have problems unravelling sequences of letters, and in recalling and fixing in memory common patterns of letter sequences; which again leads to difficulties in assessing and building alphabetical skills and approximating a proper reading speed.
This author has developed materials for enhancing reading skills, under the name of Lesbjörg, and the main goal of this paper is to investigate if intervention using these materials can strengthen the subjects' reading skills.
In designing these materials, note was taken of international scholarship in this field on the choice of features which it is most important to train in the subject's schooling.
The guiding question for this piece of research was:
Can writing skills, accuracy in reading, reading confidence and reading speed be influenced with the training materials in Lesbjörg?
This includes the questions, whether writing skills can be boosted, errors and repetitions in reading can be decreased, and a better reading speed can be purposefully attained.
The investigation was carried out during the school year of 2011-2012, with three subjects from classes 4. - 6. taking part in a 12 week training program in reading. To measure the effect of this training a single-subject design was employed, as is done when the subjects are individuals or a group undergoing a given treatment.
Results showed that intervention using the training materials of Lesbjörg was effective. The participants increased their abilities in all fields during the intervention period.
Writing skills, measured by the rate of correctly read words increased by 14 - 28%. The number of correctly read words went up to 89% and so did reading accuracy. Reading confidence also went up, and the number of errors and repetitions decreased by 21 - 72%. Reading speed went up as well; the number of read words per minute rising by 42 - 49%. In a follow-up period, the participants showed an increase in their skills.
It is the author's opinion that, by developing Lesbjörg further, still better results may be expected. It will also be necessary to scan for difficulties in these areas, as is done in the case of students with phonological deficit, so that goal-oriented training can commence as early as in the 1st class.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
LESBJÖRG LOKASKIL mai 2013.pdf | 744,08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
LESBJÖRG Efnisyfirlit.pdf | 26,85 kB | Opinn | Efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
LESBJÖRG Heimildaskrá.pdf | 36,23 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna |