is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15374

Titill: 
 • Nýliðinn í leikskólanum : „...það er svo ofboðslega margt sem ég veit ekki og á eftir að komast að“
 • Titill er á ensku First year preschool teacher
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna reynslu nýbrautskráðra leikskólakennara af fyrsta starfsári og varpa ljósi á viðhorf þeirra og væntingar til nýja starfsins. Til að fá þær upplýsingar var leitað til leikskólastjóra og þeir spurðir út í reynslu þeirra af nýbrautskráðum leikskólakennurum og þörfum þeirra fyrir leiðsögn á fyrsta starfsári. Tilgangur rannsóknarinnar var að fá skýra mynd af innleiðingu nýbrautskráðra leikskólakennara í starfi.
  Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og voru tekin viðtöl við fimm nýbrautskráða leikskólakennara þrisvar á fyrsta starfsári þeirra. Einnig voru tekin viðtöl við fimm leikskólastjóra. Leitað var svara við tveimur rannsóknarspurningum: Hver er reynsla nýbrautskráðra leikskólakennara af fyrsta starfsári og hver er reynsla leikskólastjóra af nýbrautskráðum leikskólakennurum sem starfsmönnum á fyrsta starfsári?
  Meginniðurstöðurnar eru þær að nýbrautskráðir leikskólakennarar kalla eftir markvissari leiðsögn á fyrsta starfsári frá skólastjórum og töldu mikilvægt að fá leiðsagnarkennara. Þeir þættir sem nýliðarnir töldu sig óörugga með eru foreldrasamstarf, sérkennsla barna, nýting undirbúningstíma, samskipti við samstarfsfólk og að takast á við vinnuálag og tímaleysi. Fram kemur að þeir leita helst til deildarstjóra sinna eftir leiðsögn og samnemenda úr náminu. Í viðtölum við leikskólastjórana kom fram að þeir töldu nauðsynlegt að hafa ákveðna verkferla þegar nýir starfsmenn hefja störf. Þeir telja sig meðvitaða um óöryggi nýbrautskráðra leikskólakennara og finnst mikilvægt að þeir fái stuðning og leiðsögn á fyrsta starfsári. Þeir telja nauðsynlegt að hafa leiðsagnaráætlun þar sem haldið sé vel utan um nýliðann og hann fái markvissa innleiðingu undir leiðsögn leiðsagnarkennara. Þeir telja því að gott upphaf skili sér í góðum kennurum sem endast frekar í starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The goal of this study was to explore and shed a light on the attitudes and expectations of the work experience of newly graduated preschool teachers during their first year of teaching. Headteachers were also asked about their impressions of newly graduated preschool teachers during their first year. The main goal is to get a clear picture of the induction of new preschool teachers.
  Qualitative research was used in this study and three interviews were taken with five newly graduated preschool teachers and five headteachers were interviewed once each. Two questions were asked: What is the experience of novice teachers of their first year as teachers? What is the impression that headteachers have of newly graduated preschool teachers on their first year as teachers?
  The main findings were that novice teachers need guidance from the headteacher and the mentor during their first year as teachers. Novice teachers often feel insecure about parent-teachers collaboration, children’s special needs, preparation time, coworkers, workload and lack of time. Novice teachers tend to seek help and guidance to group leaders and friends from school. Headteachers think that it is important to have certain structure in the school when new teachers begin. The headteachers are aware of the insecurity of novice teachers and feel that it is important to give them support and guidance during their first year. According to the participants in this study there is an urgent need to have induction program in the schools. Novice teachers also need to have good mentors so that the induction becomes effective because a good start is the key to high quality teachers that will have long and fruitful careers.

Samþykkt: 
 • 3.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15374


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
mpr0260 juliana tyrfingsdottir.pdf999.71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna