is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15379

Titill: 
  • Geðheilbrigði barna og unglinga: Hlutverk skólahjúkrunarfræðinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari fræðilegu samantekt er algengi geðrænna vandamála meðal barna og unglinga skoðað og hvaða áhrif þau geta haft á líf viðkomandi. Einnig er fjallað um hvaða úrræði eru í boði innan skólakerfisins til þess að efla geðheilsu og koma í veg fyrir geðræn vandamál meðal barna og unglinga. Rýnt er í hlutverk skólahjúkrunarfræðinga er varðar geðheilbrigði og geðvernd nemenda. Heimildir eru að mestu fengnar úr gagnasöfnunum Pubmed, Ovid og Fræðasetri Google sem og úr heimildaskrám gagnlegra greina.
    Samantektin sýnir að fyrstu einkenni margra geð- og hegðunarraskana koma fram á barns- og unglingsárum. Geðræn vandamál barna og unglinga geta haft gífurleg áhrif á líf þeirra sem og framtíðarhorfur. Fjölmörg skimunar-, forvarnar- og heilsueflandi verkefni eru notuð víðs vegar í heiminum og sýna þau langoftast góðan árangur. Skólinn er kjörinn staður fyrir forvarnir og heilsueflingu er lýtur að geðheilbrigði barna og ungmenna en þekking skólahjúkrunarfræðinga, tímaskortur og takmarkaður aðgangur að sérfræðingum á geðsviði eru helstu hindranir fyrir því að sú þjónusta sé veitt. Einnig kom í ljós að stóran hluta heimsókna nemenda til skólahjúkrunarfræðinga má rekja til geðrænna vandamála. Forvarnarverkefni sem varða geðheilbrigði í skólum á Íslandi eru í þróun, en enn sem komið er eru fáar rannsóknir til um áhrif þeirra.
    Lykilorð: Geðræn vandamál, börn og unglingar, skóli, hjúkrunarfræðingur, forvarnir, heilsuefling

Samþykkt: 
  • 3.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15379


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geðheilbrigði barna og unglinga.pdf502.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna