is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15381

Titill: 
 • Tengsl líkamshreyfingar fullorðinna Íslendinga við heilsufars- og lýðfræðilega þætti: Lýsandi fylgnirannsókn
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Rannsóknir sýna að regluleg líkamshreyfing getur viðhaldið heilbrigði og dregið úr skaðlegum áhrifum sjúkdóma. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á tengsl líkamshreyfingar fullorðinna Íslendinga við heilsufars- og lýðfræðilega þætti. Úrtak rannsóknar var fengið úr fyrsta áfanga Áhættuþáttakönnunar Hjartaverndar (REFINE-Reykjavik study), handahófsvalið úr Þjóðskrá alls 9478 einstaklingar. Hér var unnið með hluta þess úrtaks (N=4753). Þátttakendur voru búsettir á höfuðborgarsvæðinu, 20-73 ára, 51% konur. Rannsóknin er megindleg lýsandi fylgnirannsókn. Hjartavernd sá um gagnasöfnum, þ.e. mælingar og spurningalistakönnun á lokuðu svæði á veraldarvefnum. Rannsóknarspurningu um tengsl líkamshreyfingar og heilsufars- og lýðfræðilegra þátta var svarað með tíðnidreifingu og fylgniprófum. Tölfræðilega marktæk tengsl mældust milli líkamshreyfingar og: a) kyns, þar sem konur stunda líkamshreyfingu að jafnaði meira en karlar (p=0,017); b) aldurs, þar sem líkamshreyfing minnkaði að jafnaði með hækkandi aldri (p≤0,001); c) líkamsþyngdarstuðuls, þar sem líkamshreyfing minnkaði eftir því sem líkamsþyngdarstuðull hækkaði (p≤0,001); d) persónuleikagerðar, þar sem líkamshreyfing var að jafnaði minni hjá þeim sem eru með persónueikagerð D (p≤0,001); e) reykinga, þar sem líkamshreyfing var að jafnaði minni hjá reykingamönnum (p≤0,001) og helmingur þeirra lifir kyrrsetulífi; f) sykursýki (p=0,032), háþrýstings (p≤0,001) og langvinnrar lungnateppu (p=0,007) þar sem líkamshreyfing var að jafnaði minni hjá þeim sem hafa einhvern ofantalinna sjúkdóma; g) líkum á kransæðasjúkdómi á næstu 10 árum samkvæmt áhættureikni Hjartaverndar, þar sem líkamshreyfing minnkaði að jafnaði eftir því sem áhættan jókst (p≤0,001). Tölfræðilega marktæk tengsl mældust ekki milli líkamshreyfingar og þess að vera með kransæðasjúkdóm samkvæmt spurningalista (p=0,98). Niðurstöður rannsóknar-innar benda til þess að aukin tíðni sjúkdóma og einkenna sem tengd eru lífsstílsvandamálum fylgir marktækt minni líkamshreyfing. Gera má ráð fyrir að einstaklingar úr þessum hópum séu í brýnni þörf fyrir heilsueflandi íhlutun um líkamshreyfingu. Niðurstöðurnar leggja grunninn að frekari rannsóknum á viðfangsefninu og geta nýst stjórnvöldum og heilbrigðisstarfsfólki við að leita skilvirkra leiða til að auka líkamshreyfingu fullorðinna Íslendinga.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to shed light on the association between physical activity (PA), health-related factors and demographical factors. The study sample consisted of 9478 indiviuals who were participants in the REFINE-Reykjavik study. Part of that sample was used in the current research (N=4753). Participants were 20-73 years old, 51% female and lived in the capital area. This quantitative descriptive correlational study used data measures and a questionnaire from Hjartavernd. Frequency analysis and correlationals tests were used to answer the research question about the association between PA and 18 health-related and demographical factors. Statistically significant association was found between PA and: a) sex, PA was higher among women than men (p=0,017); b) age, PA gradually decreased with age (p≤0,001); c) Body mass index (BMI), PA decreased as the BMI increased (p≤0,001); d) personality, PA was lower among participants with type-D personality than non type-D personality (p≤0,001); e) smoking, smokers PA was lower compared to non-smokers (p≤0,001) and 50% of smokers were physically inactive; f) diabetes (p=0,032), hypertension (p≤0,001) og COPD (p=0,007), participants who had any of these diseases had lower levels of PA than those who did not; and g) increased probability of coronary heart disease over the next 10 years, according to the risk assessment from Hjartavernd, as the risk increased when PA decreased (p≤0,001). Statistically significant association was not found between PA and history of coronary heart disease (p=0,98). Results indicate a significant association between the frequency of diseases, symptoms related to lifestyle problems and decreased levels of PA. Interventions may be necessary for individuals who are in need of PA to promote good health. These results provide a basis for extended research and may provide policy-makers and health care professionals with methods to increase levels of PA among adult Icelanders.

Styrktaraðili: 
 • Vísindasjóður Landspítala (A-2013-050).
  Vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Samþykkt: 
 • 3.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð_SAÞ.pdf966.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna