is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15383

Titill: 
 • Hánæmt trópónín T: Notagildi og mismunagreiningar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • INNGANGUR: Mælingar trópónína I og T (cTnI, cTnT) eru hornsteinn í greiningu bráðs hjartadreps (AMI). Lengi vel var hækkun cTn umfram efri viðmiðunarmörk (URL, 99. hundraðshlutamark) lögð að jöfnu við AMI. Með nýjum hánæmum cTn mæliaðferðum (hsTn) tapast sértæki og fleiri einstaklingar mælast yfir URL án þess að til komi AMI. Markmið þessa verkefnis var að kanna greiningargetu hsTnT mæliaðferðarinnar sem tekin var upp á Landspítala (LSH) árið 2012 og bera kennsl á helstu mismunagreiningar við hækkun cTnT umfram URL (14 ng/mL).
  AÐFERÐIR: Útskriftargreiningar allra sem komu á LSH árið 2012 og áttu cTnT mælingu voru fundnar. Greiningar sjúklinga í þeirri legu sem cTnT mældist fyrst hækkað voru skráðar sem og hæsta cTnT gildi í sömu legu. Til samanburðar voru greiningar úr fyrstu legu sjúklinga sem ekki mældust með hækkað cTnT skráðar. Gagnlíkindahlutfall (OR) var reiknað til að meta við hvaða sjúkdómsástand cTnT er líklegra til að vera yfir URL en undir. Næmi, sértæki og forspárgildi hsTnT mæliaðferðarinnar voru reiknuð með 95% öryggisbili (CI).
  NIÐURSTÖÐUR: cTnT var mælt hjá 7,259 á einstaklingum á LSH á rannsóknartímabilinu. Þar af reyndust 3,164 (43.6%) yfir URL. 480 (6.6%) fengu lokagreininguna AMI.
  Næmi hsTnT fyrir AMI var 0.985 (CI = [0.975,0.996]), sértæki 0.603 [0.591,0.615], jákvætt forspárgildi 0.150 [0.137,0.162] og neikvætt forspárgildi 0.998 [0.997,0.999]. OR, þegar ekki var leiðrétt fyrir skekkjuþáttum, gaf til kynna að einstaklingar yfir URL voru líklegri en aðrir að greinast með AMI, stöðuga hjartaöng, lungnabólgu, hjartabilun, æðagúl eða -flysjun, nýrnabilun, æxlisvöxt og gamalt hjartadrep.
  ÁLYKTANIR: Margvíslegt sjúkdómsástand getur leitt til hækkunar á cTnT gildum í blóði. Því er mikilvægt að skoða niðurstöður hsTnT mælinga ávallt í klínísku samhengi. Næmi og neikvætt forspárgildi hsTnT blóðmælinga til greiningar á AMI, óháð tíma frá upphafi hjartadreps eru mjög há en sértæki og jákvætt forspárgildi frekar lág. Séu viðmiðunarblóðgildi cTnT hækkuð er hægt að hámarka sértæki og jákvætt forspárgildi án þess að það komi verulega niður á næmi og neikvæðu forspárgildi. Þó ber að hafa í huga að aukið næmi á kostnað sértækis getur flýtt fyrir greiningu þegar stutt er liðið frá upphafi AMI.

Samþykkt: 
 • 3.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15383


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hanaemt_troponin_T.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna