Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15384
Í þessari ritgerð er greint frá starfendarannsókn á ritunarkennslu í 2. og 3. bekk grunnskóla. Um var að ræða þriggja mánaða þróunarverkefni sem beindist að því að styðja kennara við að innleiða ritunarramma Lewis og Wray (1996) í kennslu til að efla ritunarhæfni nemenda í mismunandi textategundum. Unnið var með tvær textategundir, fyrst endursögn og síðan leiðbeinandi texta. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvers konar stuðningur og ráðgjöf nýttist kennurum við að innleiða rammana í kennslu og hver árangur nemenda yrði við slík vinnubrögð.
Þátttakendur voru níu umsjónarkennarar sem allir höfðu tekið þátt í tveggja ára innleiðingarferli Byrjendalæsis og því unnið undir merkjum þess í minnst tvö ár.
Til að meta árangur nemenda var ritunarsýnishornum safnað frá 20 nemendum fyrir og eftir þróunartímabilið. Stuðningur við kennara fólst í tveimur námskeiðum, hópfundum og vettvangsheimsóknum til kennara með endurgjöf í kjölfarið.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fyrir þróunarverkefnið notuðu kennarar lítið þær kennsluaðferðir í ritun sem verkefnið miðaði að og einkenna Byrjendalæsi. Stuðningur við þá leiddi til breyttra viðhorfa og aukinnar færni. Þeir náðu tökum á kennsluaðferðinni og voru undir lok verkefnisins sammála um jákvætt gildi ritunarrammanna til að kenna ritun mismunandi textategunda. Fræðslan á námskeiði í upphafi þróunartímabilsins gagnaðist kennurum en reyndist þó ekki nægur undirbúningur fyrir fyrstu skref þeirra í verkefninu og kallaði það á mikinn stuðning á kennslusvæðum fyrstu vikurnar. Þegar kennarar höfðu náð tökum á kennsluaðferðinni beindist stuðningurinn í auknum mæli að því að efla frumkvæði þeirra og virkja þátttöku í breytingaferlinu. Stuðningur í formi samvinnu kennara þvert á árganga ásamt hrósi og hvatningu reyndust kennurum mikilvægir þættir í starfsþróuninni.
Nemendur náðu flestallir góðum tökum á að nýta ritunarrammana sér til aðstoðar við ritun. Þeir sýndu framfarir í báðum textategundunum, en þó heldur meiri í ritun leiðbeinandi texta.
This thesis describes a action research of how writing is taught in the second and third grade in primary schools. The project was a development project that lasted for three months and was focused on supporting teachers in implementing Lewis and Wray (1996) writing frames in teaching, in order to promote students' writing skills of different types of text. The focus was on two types of text, first recounts and then procedural. The objective of the research was to examine what kind of support and advice was useful for teachers when implementing the frames into teaching and the performance of students when such methods of work were implemented.
The participants were nine supervisory teachers who had all participated in the two year implementing process of Beginning Literacy and had worked according to its methodology for at least two years.
To assess the performance of students, a sample of writing was collected from twenty students before and after the development period. The support for teachers consisted in two courses, group meetings and on-site visits to teachers, who were subsequently given feedback.
The research findings demonstrated that before the development period, teachers only used the teaching methods in writing, which the project focuses on and characterises Beginners Literacy, to a limited extent. Supporting the teachers lead to a change in attitude and increased their capabilities. They became proficient in using the teaching method and by the end of the project, they agreed on the positive value of the writing frames, when teaching how to write different types of text. The education provided in the course in the beginning of the development period was useful to the teachers, but proved to be insufficient preparation in taking the first steps in the project and that called for considerable support in the teaching areas in the first few weeks. When teachers had adopted the teaching method, the support was increasingly focused on promoting their initiative and engaging them in the transition process.
Support in the form of teachers' collaboration across years, as well as giving credit and encouragement, proved to be important factors for teachers in the work development.
Most of the students became proficient in using the writing frames to help them write.
They progressed well in writing both types of text, but particularly when writing procedural text.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ásta Björk Björnsdóttir.pdf | 1.32 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |