is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15394

Titill: 
 • Áhrif rafræns eineltis á andlega heilsu unglinga sem eru þolendur : yfirlit rannsókna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort rafrænt einelti hefði áhrif á andlega heilsu unglinga sem eru þolendur. Við val á rannsóknum voru valdar ritrýndar rannsóknir sem skoða rafrænt einelti hjá unglingum og áhrif þess á andlega heilsu þeirra. Þátttakendur í rannsóknunum voru unglingar á aldrinum 10-18 ára af báðum kynjum og af mismunandi kynþáttum. Andleg heilsa þolenda var skoðuð út frá breytum eins og þunglyndi og tilfinningum. Niðurstöður rannsóknanna sýndu að rafrænt einelti hefur áhrif á andlega heilsu unglinga sem eru þolendur. Þá eru þolendur rafræns eineltis líklegri en jafnaldrar þeirra til að upplifa neikvæðar tilfinningar, sýna þunglyndis- og kvíðaeinkenni, hafa ýmis líkamleg vandamál, að hafa sjálfsvígshugsanir og að hafa reynt sjálfsvíg. Þá kom einnig fram að rafrænt einelti hefur áhrif á áfengis- og vímuefnanotkun þolenda. Þessar niðurstöður eru mikilvægar þar sem þær sýna fram á alvarleika rafræns eineltis og að fleiri rannsóknir ásamt fræðslu og forvörnum fyrir unglinga eru nauðsynleg.

 • Útdráttur er á ensku

  The objective of this research was to examine whether cyberbullying would impact the mental health of teenagers who are cyberbullying victims. When chosing researches, peer-reviewed
  researches which measured cyberbullying with teenagers and the impact on their mental health were chosen. Participants in the researches were teenagers aged 10-18 years, both genders and of different races. The mental health of victims was evaluated with values such as depression and emotions. The results showed that cyberbullying does impact the mental health of teenagers who are victims. Victims of cyberbullying are more likely than their peers
  to experience negative emotions, show symptoms of depression and anxiety, have all sorts of physical problems, have suicidal thoughts and to have attempted suicide. Also the results revealed that cyberbullying can have an influence on the victim's alcohol and substance abuse. These results are important as they show how serious cyberbullying is and that more research as well as education for teenagers is necessary.

Samþykkt: 
 • 3.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15394


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Marta Kristin Lokaskil BA ritgerð 3mai senda.pdf514.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna