is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15396

Titill: 
 • Burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauði á Íslandi 1982-2011
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu sjö dögunum eftir fæðingu. Nýburadauði tekur til dauðsfalls á fyrstu 28 dögunum eftir fæðingu en ungbarnadauði á fyrsta aldursári. Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða á Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta í heiminum undanfarin ár. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmáls- nýbura- og ungbarnadauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum, einkum til að kanna hvort hugsanlega sé hægt að minnka tíðnina enn frekar.
  Tilfelli og aðferðir
  Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1982-2011. Upplýsingar um þau 649 börn sem dóu burðarmálsdauða voru fengnar úr Fæðingaskrá og þau flokkuð. Þau 294 börn sem dóu á Vökudeild Barnaspítala Hringsins voru fundin í innlagnarbókum deildarinnar og upplýsingar um þau fundnar í sjúkráskrám. Dánarorsakir þeirra 520 barna sem dóu ungbarnadauða fengust hjá Hagstofu Íslands.
  Niðurstöður
  Þegar fyrri helmingur rannsóknartímabilsins var borinn saman við þann seinni lækkaði tíðni burðarmálsdauða um 40,3% á tímabilinu (p<0,001). Hlutfall þeirra dauðsfalla á burðarmálsskeiði (e. perinatal period) sem átti sér stað eftir fæðingu barns, lækkaði úr 48,3% í 38,2% (p=0,01). Hlutfall þeirra barna sem dóu vegna meðfæddra galla lækkaði um 64,1% (p<0,001). Hlutfall andvana fæddra, vaxtarskertra einbura lækkaði um 47,2% (p=0,005) en það er sá flokkur sem ætti helst að vera hægt að hafa áhrif á með greiningu og auknu eftirliti á meðgöngu. Tíðni nýburadauða á Vökudeild lækkaði um 65,5% (p<0,001) og tíðni ungbarnadauða á landsvísu lækkaði um 56,4% (p<0,001). Vöggudauði lækkaði um 60,2% (p<0,001) á tímabilinu.
  Ályktanir
  Tíðni burðarmáls-, nýbura- og ungbarnadauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár. Þessi lækkun kemur einkum til vegna lækkunar á nýburadauða á tímabilinu auk þess sem dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Hugsanlega er hægt að gera enn betur, til dæmis fækka andvanafæðingum vaxtarskertra barna með aukinni árvekni í mæðravernd og fækka enn frekar nýbura- og unbarnadauða með áframhaldandi framförum í nýbura- og ungbarnagjörgæslu.

Samþykkt: 
 • 3.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokabmd, nbd, ubd Ragnhildur.pdf3.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna