en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15398

Title: 
 • Title is in Icelandic Gáttatif og heilaáföll: CHA2DS2-VASc skilmerki og notkun blóðþynningarlyfja í íslensku þýði
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur: Gáttatif er algeng hjartsláttartruflun sem getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla svo sem segarek. Blóðþynningarlyf eins og warfarin geta dregið verulega úr hættu á segareki, en þeim fylgir viss blæðingarhætta. Aspirin (magnýl) er ekki eins virkt en blæðingarhættan af því er sennilega minni en hjá warfarini. Einnig eru til ný lyf (NOAC) sem eru jafnvirk og warfarin en valda kannski ekki eins mikilli blæðingarhættu. Við ákvörðun um hvort beita eigi slíkri meðferð er tekið mið af sérstökum skilmerkjum. CHADS2 matið tekur tillit til hjartabilunar, háþrýstings, aldurs ≥75 ára, sykursýki og sögu um segarek. Það gefur stig frá 0 upp í 6 og skiptir sjúklingum upp í 3 hópa: há (≥2 stig), miðlungs(1 stig) og lítil áhætta (0 stig). CHA2DS2-VASc er viðbót við CHADS2, en það tekur líka tillit til aldurs ≥65 ára, æðakölkunar og kvenkyns. Það skilgreinir betur áhættu þeirra sem eru í miðlungs til lágri áhættu samkvæmt CHADS2. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort gáttatifssjúklingar fái viðeigandi blóðþynningarmeðferð samkvæmt CHA2DS2-VASc skilmerkjum.

  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra gáttatifssjúklinga sem komu inn á bráðamóttöku eða Hjartagátt LSH frá 1. janúar til 30. júni 2012. Reiknað var út CHADS2 og CHA2DS2-VASc skor og notkun blóðþynningarlyfja hjá þeim könnuð í eitt ár eftir komu. Sjúklingum var fylgt eftir í eitt ár og könnuð nýgengi dauðsfalla, hjartaáfalls og segareks.
  Niðurstöður: Af 347 sjúklingum voru 148 (42,7%) konur og 199 (57,3%) karlar. Aldur þeirra var 69,8 ± 15 ár. 145 (41,8%) manns voru í lágri til miðlungs áhættu (0 til 1 stig) samkvæmt CHADS2 en 77 (22,1%) samkvæmt CHA2DS2-VASc. 68 (46,9%) af þeim sem voru með CHADS2 = 0 eða 1 voru með CHA2DS2-VASc ≥ 2 (há áhætta). 160 (59,3%) af 270 sem voru með CHA2DS2-VASc ≥ 2 voru á warfarin eða NOAC, 33 (11,1%) á blóðflöguhemli eingöngu og 77 (28,5%) voru ekki á neinni blóðþynningu. Alls voru 32 frumendapunktar [segarek, kransæðastífla (MI) eða dauði] á eftirfylgnitímabilinu. Nýgengi þeirra var alls 9,36% á ári (95% CI: 6,4-13,2), 1,24% á ári (95% CI: 0,03-6,9) hjá CHA2DS2-VASc = 0 eða 1, 2,03% á ári (95% CI: 1,4-5,9) hjá CHADS2 = 0 eða 1 og 11,9% á ári (96% CI: 8,0-16,8) hjá CHA2DS2-VASc ≥ 2.
  Ályktanir: Árleg áhætta sjúklinga með CHA2DS2-VASc ≥ 2 á sega, MI eða dauða var tíföld miðað við aðra. Einungis tæplega 60% þeirra sem ættu að vera á sterkri blóðþynningu samkvæmt CHA2DS2-VASc matinu reyndust vera það. Þessari meðferð er því verulega vanýtt en óljóst er hverjar ástæðurnar fyrir því eru.

Accepted: 
 • Jun 3, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15398


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
GattatifogHeilaafoll.StB.loka.pdf951.91 kBOpenHeildartextiPDFView/Open