en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15401

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif erfðaþátta kransæðasjúkdóms á útbreiðslu sjúkdómsins
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Nýlega hafa rannsóknir með víðtækri erfðamengisleit (e. genome-wide association studies)afhjúpað fjölda erfðabreytileika sem tengjast aukinni áhættu á kransæðasjúkdómi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tengsl þessara erfðabreytileika við fjölda þrengdra kransæða sem hefur áhrif á horfur sjúklinga með kransæðasjúkdóm.
  Efniviður og aðferðir: Við skoðuðum áhrif 53 þekktra einbasabreytileika (SNP) á útbreiðslu kransæðasjúkdóms hjá 12.544 Íslendingum. Útbreiðsla var skilgreind sem fjöldi kransæða, að vinstri höfuðstofni meðtöldum, með marktæka þrengingu (≥50%) á kransæðamynd. Upplýsingar voru fengnar úr rafrænum á árunum 1987-2012. Upplýsingarnar voru dulkóðaðar og samkeyrðar við arfgerðarupplýsingar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Áhrif hvers einbasabreytileika á útbreiðslu voru metin með fjölþátta línulegri aðhvarfsgreiningu með tilliti til fjölda áhættusamsæta (0/1/2 samsætur) þar sem leiðrétt var fyrir aldri og
  Niðurstöður: Tuttugu einbasabreytileikar höfðu jákvæð tengsl (P<0,05) við aukinn fjölda þrengdra kransæða en einn hafði neikvæð tengsl (P=0,047). Eftir að hafa leiðrétt fyrir fjölda prófana höfðu níu breytileikar marktæk áhrif (P<0,001) á fjölda þrengdra kransæða. Mest áhrif höfðu tveir breytileikar í LPA geninu sem tjáir fyrir apolipoprotein(a) (P=2,9·10-10 og P=9,1·10-4). Næst á eftir kom breytileiki í LDLR/SMARCA4 (P=5,2·10-4), tveir breytileikar á 9p21-litningasvæðinu (P=1,9·10-10 og P=3,1·10-8), KCNE2-litningasvæðinu (P=1,5·10-4), WDR12 (P=2,9·10-4), PHACTR1 (P=1,3·10-5) og HHIPL1 (P=8,2·10-5).
  Erfðafræðilegt áhættuskor, sem byggt var á vigtuðum áhrifum allra 53 einbasabreytileikanna á áhættu á kransæðasjúkdómi, hafði mjög marktæka fylgni við útbreiðslu kransæðasjúkdóms þar sem leiðrétt var fyrir hefðbundnum áhættuþáttum (P=4,7·10-36 þrengdar kransæðar). Um 1,8% af heildarbreytileika í útbreiðslu kransæðasjúkdóms útskýrðist af breytileika í áhættuskorinu.
  Ályktanir: Sterk fylgni var milli tengsla einbasabreytileika við áhættu á kransæðasjúkdómi og áhrifa þeirra á útbreiðslu kransæðasjúkdóms. Einstaklingsbundið erfðafræðilegt áhættumat byggt á 53 einbasabreytileikum hafði mjög marktæka fylgni við fjölda þrengdra kransæða.

Accepted: 
 • Jun 3, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15401


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerd-EythorB.pdf6.1 MBOpenHeildartextiPDFView/Open