is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15402

Titill: 
 • Jákvætt Coombs próf hjá nýburum: Orsakir og afleiðingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Coombs próf er skimunarpróf sem greinir mótefni bundin við rauð blóðkorn. Ef blóðflokkamisræmi er á milli móður og fósturs getur móðir myndað mótefni gegn mótefnisvökum á rauðum blóðkornum barnsins. Fari þessi mótefni yfir fylgju í blóðrás fósturs geta þau bundist og valdið rofi á rauðkornum með alvarlegum afleiðingum fyrir fóstur/barn. Markmið rannsóknarinnar var að athuga fjölda jákvæðra Coombs prófa hjá nýburum á Íslandi á tímbilinu 2005-2012, orsakir þeirra, afleiðingar og meðferð.
  Efni og aðferðir: Gerð var leit að þeim nýburum sem voru með jákvætt Coombs próf á árunum 2005-2012 skv. tölvukerfi Blóðbankans (ProSang). Skráðar voru upplýsingar um m.a. blóðflokk barns, blóðgjafir og hvenær Coombs próf var framkvæmt. Mæður barna voru fundnar í Þjóðskrá og skráðar upplýsingar um blóðflokk þeirra, fyrri blóðgjafir o.fl. úr ProSang. Úr mæðraskrá voru fengnar upplýsingar um m.a. fæðingarþyngd, meðgöngulengd og hvort barn fór í ljósameðferð. Úr rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala (Sögu) voru fengnar frekari upplýsingar um meðferð og afdrif barna.
  Niðurstöður: Á árunum 2005-2012 greindust 383 nýburar með jákvætt Coombs próf á Landspítala. Kynjahlutföll voru nánast jöfn, drengir voru 194 (50,7%) og stúlkur 189 (49,3%). Í 73,6% tilvika var orsök jákvæðs Coombs prófs ABO blóðflokkamisræmi á milli móður og barns, hjá 20,4% önnur rauðkornamótefni frá móður, hjá 3,9% hvort tveggja, en hjá 2,1% var orsök óljós. Mæður 48,0% nýbura voru RhD jákvæðar og 51,4% RhD neikvæðar en hjá tveimur mæðrum var blóðflokkur óþekktur. Alls fengu 179 (47,6%) börn einhvers konar meðferð, 167 (93,3%) þeirra fengu ljósameðferð eingöngu, þrjú (1,7%) ljós og blóðgjöf, sjö (3,9%) ljós og blóðskipti, eitt barn fékk allt þrennt og eitt barn eingöngu blóðgjöf. Hjá fimm af þeim nýburum sem þurftu blóðskipti var orsökin Rhesus mótefni en ABO blóðflokkamisræmi hjá þremur.
  Ályktanir: Jákvætt Coombs próf hjá nýburum á Íslandi árin 2005-2012 stafaði í flestum tilvikum af ABO blóðflokkamisræmi á milli móður og barns. Tæplega helmingur barna þarfnaðist meðferðar en langoftast nægði ljósameðferð ein og sér. Í einstaka tilfellum þörfnuðust börn blóðgjafar og í alvarlegustu tilfellum blóðskiptameðferðar. Ekki hefur þurft að beita blóðskiptameðferð hjá nýbura á Íslandi síðan árið 2009.

Samþykkt: 
 • 3.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jákvætt Coombs próf hjá nýburum; orsakir og afleiðingar.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna