is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15406

Titill: 
 • Miðeyrnabólgur í íslenskum börnum yngri en 2 ára. Mat á áhættuþáttum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Miðeyrnabólgur eru bæði algengasta ástæða þess að leitað er með börn til læknis og að börn yngri en 6 ára eru sett á sýklalyf. Markmið verkefnisins var að rannsaka áhættuþætti fyrir miðeyrnabólgu með sérstakri áherslu á vægi ofnæmissjúkdóma. Einnig var fundin tíðni miðeyrnabólgu í þýðinu sem lagt var til grundvallar í rannsókn þessari
  Efni og aðferðir: Notaðar voru upplýsingar úr gagnagrunni EuroPrevall um ofnæmissjúkdóma barna frá fæðingu og til tveggja og hálfs árs aldurs og svör við spurningalistum EuroPrevall um þær breytur sem talið var að gætu tengst tíðni miðeyrnabólgu. EuroPrevall er samevrópskt verkefni með það markmið að skoða fæðuofnæmi í Evrópu. Foreldrar þeirra barna sem tóku þátt í rannsókninni svöruðu spurningalistum varðandi meðgöngu, fæðingu og fjölskyldusögu og um heilsu barnsins, umhverfisþætti og neysluvenjur þess við 12 og 24 mánaða aldur. Í okkar rannsókn voru aðeins skoðuð íslensk börn þar sem svör við annað hvort 12 eða 24 mánaða spurningalistunum eða báðum lágu fyrir og samanstóð þýðið af 1302 börnum.
  Niðurstöður: Um 63% og 59% foreldra við 12 og 24 mánaða aldur barnsins sögðu að það hefði fengið miðeyrnabólgu einu sinni eða aldrei á síðustu 12 mánuðum. Um 28% og 30% sögðu að barnið hefði fengið miðeyrnabólgu á um 3 mánaða fresti og um 10% og 11% sögðu að það fengi oft miðeyrnabólgur eða um einu sinni í mánuði.. Fjöldi efri öndurfærasýkinga hafði marktæk áhrif þar sem þau börn sem fengu slíka sýkingu endrum og eins (3ja mánaða fresti) voru með OR=1,99 (95% CI=1,217-3,244; p=0,006) og börn sem fengu hana oft (einu sinni í mánuði) voru með OR=2,54 (95% CI=1,515-4,263; p=0,000). Fjöldi sýklalyfjakúra síðustu 12 mánuði hafði marktæka fylgni með OR=2,16 (95% CI=1,951-2,383; p=0,000) og ofnæmissjúkdómur systkinum einnig OR=1,27 (95% CI=1,002-1,616; p=0,048). Ekki fundust marktæk tengsl á milli miðeyrnabólgu og ofnæmissjúkdóma
  Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar virðast ofnæmissjúkdómar ekki vera áhættuþáttur fyrir aukinni tíðni miðeyrnabólgu hjá börnum undir 2 ára aldri. Fjöldi efri öndunarfærasýkinga hjá barninu var skýr áhættuþáttur. Einnig virtust vera tengsl milli ofnæmissjúkdóma systkina barnsins og tíðni miðeyrnabólgu hjá barninu. Tengsl fundust á milli fjölda sýklalyfjakúra sem barnið hafði verið á og tíðni miðeyrnabólgu en erfitt er að segja til um hvort að það sé orsök eða afleiðing. Engin tengsl fundust við reykingar á heimili barnsins, dagvistun barnsins eða lengd brjóstagjafar.

Samþykkt: 
 • 3.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ester Viktorsdóttir.pdf4.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna