is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15411

Titill: 
 • HIV á Íslandi 1983-2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Inngangur:
  HIV veldur sívaxandi ónæmisbælingu vegna fækkunar T-hjálparfrumna og að lokum alnæmi ef hún er ómeðhöndluð. Greint var frá fyrstu tilfellum alnæmis árið 1981 í Bandaríkjunum og tveimur árum síðar á Íslandi. Fyrsta andretróveirulyfið kom á markað 1987 og síðan þá hafa horfur sjúklinga batnað mjög með tilkomu nýrra lyfja. Markmið þessarar rannsóknar var að kortleggja faraldsfræði HIV á Íslandi frá upphafi sem og að meta áhrif bættra lyfjameðferða á veirumagn og fjölda T-hjálparfrumna í blóði.
  Efniviður og aðferðir:
  Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra HIV smitaðra einstaklinga sem komu til greiningar, meðferðar og/eða eftirlits á Landspítala árin 1983-2012. Leitað var að upplýsingum sem við komu HIV sjúkdómnum í sjúkraskrám. Áhrif andretróveirulyfja (antiretroviral therapy, ART) á T-hjálparfrumur og veirumagn voru borin saman eftir þremur tímabilum (1987-1995, 1996-2004, 2005-2012).
  Niðurstöður:
  Alls voru 278 manns greindir með HIV á árunum 1983-2012, þar af 195 (70%) karlar og 83 (30%) konur. Meðalaldur við greiningu var 34,9 ár (bil: 2 til 78 ára). 60 einstaklingar létust, þar af 39 (14%) vegna alnæmis og 42 fluttust frá landinu á tímabilinu. Meðalnýgengi HIV var 3,3 á hverja 100.000 íbúa á ári, en marktæk aukning varð árin 2010-2012 (p = 0,0113). Algengustu smitleiðirnar voru samkynhneigð (39%) og gagnkynhneigð kynmök (37%) en hlutdeild smita í sprautufíklum jókst hratt síðustu árin og er nú 22%. Nýgengi alnæmis á tímabilinu var 0,79 á hverja 100.000 íbúa og algengustu tækifærissýkingar í þeim sem greindust með alnæmi voru Pneumocystis jirovecii lungnabólga (22%) og Candidasýking í vélinda (21%). Eftir greiningu og 6 mánaða ART fjölgaði T-hjálparfrumum að meðaltali um 26 (frumur/µl) árin 1987-1995 (p = 0,174), 107 árin 1996-2004 (p < 0,0001) og 159 árin 2005-2012 (p < 0,0001). Á sama hátt sást meiri lækkun á veirumagni eftir ART í 6 mánuði árin 2005-2012 en 1996-2004.
  Ályktanir:
  Nýgengi HIV hélst nokkuð stöðugt til 2010 en jókst þá marktækt sem má rekja til hraðrar útbreiðslu HIV smita í sprautufíklum. Með bættri lyfjameðferð, sem hefur haft síjákvæðari áhrif á T-hjálparfrumur og veirumagn með árunum, hefur alnæmisgreiningum og dauðsföllum vegna alnæmis fækkað frá því sem mest var.

Samþykkt: 
 • 4.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HIV á Íslandi 1983-2012_HI.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna