is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15412

Titill: 
 • Fellibelgsvefjaþunganir á Íslandi árin 1991-2010
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Fellibelgsvefjaþunganir (e. gestational trophoblastic diseases, GTD) eru tilkomnar vegna ofvaxtar fylgjuvefs í kjölfar óeðlilegrar eða eðlilegrar þungunar. Algengasta sjúkdómsmyndin innan GTD-flokksins er blöðruþungun (e. hydatidiform mole), sem skiptist í fullkomnar og ófullkomnar gerðir. Meðferðin felst í legtæmingu og eftirliti til að tryggja fullkomna lækningu með reglulegum mælingum á β-hCG hormóninu í blóði konunnar. Fellibelgskrabbamein (e. choriocarcinoma) getur komið í kjölfar blöðruþungunar. Nýgengi fellibelgssjúkdóma hefur ekki verið kannað á Íslandi.
  Efni og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra kvenna á Íslandi sem höfðu fengið viðeigandi greiningu á tímabilinu 1991 til 2010. Leitað var eftir ICD-greiningarnúmerum í gagnagrunni Landspítala. Skráðar voru upplýsingar um aldur við greiningu, vefjagreiningarsvar, fjölda þungana og fæðinga fyrir og eftir greiningu, meðgöngulengd, lengd eftirlits í vikum, hlutfall kvenna sem fengu lyfjameðferð með metótrexati og afdrif þeirra.
  Niðurstöður: Alls fundust 165 tilfelli á rannsóknartímabilinu; 34 fullkomnar, 112 ófullkomnar og 19 óskilgreindar blöðruþunganir. Nýgengi var 1,54/1000 þunganir, 1,26/10000 konur á frjósemisskeiði á ári og 19,0/10000 fæðingar á ári. Meðalaldur við greiningu var 29 ára. Eftirlit var aðeins skráð hjá 101 konu. Upplýsingar um eftirlit vantaði í 38% tilvika.
  Þrjár konur greindust með fellibelgskrabbamein og tvær þeirra létust. Nýgengið var 0,028/1000 þunganir og dánartíðnin er 0,019/1000 þunganir.
  Ályktanir: Nýgengi blöðruþungana og fellibelgskrabbameins á Íslandi er líkt og í nágrannalöndum. Skráning meðferðar er ófullkomin og bendir til að eftirlit sé ómarkvisst. Í því felst óþörf áhætta. Þörf er á miðlægri skráningu og eftirliti á Íslandi.

Samþykkt: 
 • 4.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15412


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fellibelgsvefjaþunganir á Íslandi árin 1991-2010.pdf805.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna