Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15414
Félagsfælni er geðröskun sem hefur í för með sér mikla skerðingu á virkni fólks í daglegu lífi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif félagsfælni á heildarlífsgæði einstaklinga og tengsl félagsfælni við aðrar geðraskanir. Einnig benda niðurstöður fyrri rannsókna til tengsla á milli félagsfælni og lágs sjálfsmats. Því er mikilvægt að fá gagnreynda meðferð til að vinna á félagsfælni. Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif sérhæfðrar hugrænnar atferlismeðferðar á félagsfælni og sjálfsmat en auk þess skoðuðu rannsakendur áhrif á þunglyndi, kvíða, streitu og lífsgæði. Þátttakendur voru 37 og þurftu að ná 30 stigum á félagsfælnikvörðum til að taka þátt í meðferðinni. 4 luku ekki meðferð. Meðferð var framkvæmd af tveimur sálfræðingum og svöruðu þátttakendur matslistum í upphafstíma, lokatíma og í eftirfylgd. Niðurstöður leiddu í ljós að meðferðin er árangursrík við félagsfælni og hún hafði auk þess í för með sér marktæka hækkun á sjálfsmati. Stigafjöldi þátttakenda á félagsfælnikvörðunum SIAS og SPS hélt áfram að lækka eftir að meðferð lauk og stigafjöldi á sjálfsmatskvarðanum SCQ hækkaði einnig eftir meðferð. Þunglyndi, kvíði og streita lækkaði einnig marktækt á meðferðartíma og lífsgæði þátttakenda jukust. Marktæk fylgni var á milli stigafjölda á félagsfælnikvörðunum og undirkvarða DASS. Einnig var neikvæð fylgni á milli félagsfælnikvarðanna, SCQ og lífsgæðakvarðans QOLS. Hlutfall þátttakenda sem mældust með alvarleg félagsfælnieinkenni lækkaði verulega á milli upphafs- og lokatíma en jókst á milli lokatíma og eftirfylgdar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til skilvirkni hugrænnar atferlismeðferðar við félagsfælni, lágu sjálfsmati og öðrum tilfinningalegum vandamálum, svo sem þunglyndi, kvíða og streitu.
Social phobia is a mental disorder that can greatly affect the quality of daily life for those who suffer from it. Previous studies have demonstrated the impact of social phobia on people’s overall quality of life and its relationship to other mental disorders. Previous research has also suggested that there is a relationship between social phobia and low self-esteem. Therefore it is important that the health care system has an evidence-based treatment for social phobia. The objective of this study was to estimate the effect of a cognitive behavior therapy for social phobia and low self-esteem but the treatment’s effect on depressive, anxiety and stress symptoms were also estimated as well as participants’ quality of life. There were 37 participants and they had to reach 30 points on the social phobia scales to participate in the treatment. Four individuals did not finish treatment. The treatment was carried out by two psychologist and participants were required to fill out evaluation scales in the first and last session as well as in follow-up. Results showed that the treatment was significantly effective for social phobia and also caused a significant increase in self-esteem. Participants’ mean scores on social phobia scales, SIAS and SPS, continued to decrese after treatment and their scores on SCQ, Robson’s self concept questionnaire, continued to increase. Symptoms of depression, anxiety and stress also decreased significantly during treatment and participants’ quality of life increased. Significant correlation was found between scores on the social phobia scales and DASS subscales. The social phobia scales were negatively and significantly correlated with SCQ and QOLS, quality of life scale. The percentage of participants who had severe symptoms of social phobia decreased significantly between first and last session and increased between the last session and follow-up. These findings indicate the effectiveness of cognitive behavioral therapy for social phobia, low self-esteem and other emotional problems such as depression, anxiety and stress.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Árangursmat hugrænnar atferlismeðferðar í hópi við félagsfælni og lágu sjálfsmati.pdf | 690.08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |