is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15419

Titill: 
  • Undirbúningur og væntingar til starfsloka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífslíkur fólks fara hækkandi og við erum því alltaf að verða eldri og eldri. Það má því ætla að fleiri fari á eftirlaun og eftirlaunaárin verði að sama skapi fleiri. Því er undirbúningur fyrir starfslok mikilvægur þar sem einstaklingar geta gert ráð fyrir 20-30 árum á eftirlaunum. Sá þáttur sem hefur mest verið skoðaður í erlendum rannsóknum er fjárhagslegi þáttur starfsloka. Aðrir þættir hafa einnig áhrif eins og tómstundir, heilsa og félagsleg samskipti. Þátttakendur voru 370 félagsmenn stéttarfélaganna Einingar-Iðju og Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort einstaklingar á aldrinum 45-67 ára séu farnir að undirbúa sig og séu með væntingar til starfsloka. Um 63% þátttakenda töldu sig vera mjög - eða frekar vel undirbúna fyrir starfslok en enginn marktækur munur fannst á milli kynja. Um 83% þátttakenda höfðu jákvæðar væntingar til starfsloka og voru konur oftar með jákvæðari væntingar en karlar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að heilsa, tómstundir og félagsleg samskipti hafa ekki marktæk áhrif á undirbúning fyrir starfslok. Hinsvegar hafa heilsa og félagsleg samskipti áhrif á væntingar einstaklinga. Auk þess var jákvætt samband á milli undirbúnings og væntinga til starfsloka.

  • Útdráttur er á ensku

    Life expectancy is on the rise and we are increasingly becoming older. Therefore more people reach retirement age and number of retirement years increases as well. Retirement planning is important since individuals can expect spending 20-30 years in retirement. The factor that has been studied the most in researches is the financial one. However, other factors have also been studied such as leisure, health and social communication. Participants were 370 members of Eining-Iðja Union and Commercial and Office Workers' Union in the town of Akureyri. The aim of the research was to study the planning for and expectations of retirement of individuals at the age 45-67. Approximately 63% of the participants considered themselves very well or rather well prepared for retirement and there was no significant difference between men and women. Approximately 83% of participants had positive expectations for retirement and women had more positive expectations than men.The results of the research show that health, leisure and social communications do not have significant impact on planning for retirement. However, health and social communication do have an impact on individuals' expectations. Also, there was a positive correlation between preparation and expectations for retirement.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15419


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Undirbúningur og væntingar til starfsloka.pdf893.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna