is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15427

Titill: 
  • Einstaklingurinn í borgarrýminu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar fylgst er með hversdagslífi í borgarrými má sjá hvernig einstaklingarnir innan þeirra mynda ákveðna heild. Annars vegar er þetta vegna skipulags yfirvalda, t.d. með umferðarljósum og gangbrautum, og hins vegar er þetta vegna samfélagssáttmála. Þetta vekur upp spurningar um hver staða einstaklingsins sé innan hins almenna borgarrýmis og hvort hann búi yfir völdum til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. Einstaklingurinn þráir í senn öryggið sem skipulag yfirvalda og samfélagssáttmála veita honum, en einnig vill hann sitt einstaklingsfrelsi.
    Einstaklingsfrelsi og jöfnuður innan samfélags geta ekki fallið saman í stöðugu ástandi. Ef það á að gerast verður það að vera í gegnum sífelldar breytingar í leit af jafnvægi sem aldrei mun finnast, eða á svokölluðum ágreiningsvettvangi. Því er samfélagið í sífelldum breytingum. Valdabygging í nútímasamfélögum er ólík miðstýrðri valdabyggingu kapítalískra samfélaga. Í nútímasamfélögum er valdabyggingin sundurliðuð þar sem fjölmörg ólík svið innan þess leggja sitt af mörkum í mótun samfélagsins. Vissulega eru völd einstaklingar innan borgarrýmisins skert, öðruvísi væri ekki hægt að lifa í samfélagi. Einstaklingurinn er þó engan veginn valdarlaus gagnvart umhverfi sínu og athöfnum innan þess, sökum sífelldra breytinga í valdabyggingu samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd-Arnar_Thor_Sigurjonsson.pdf490.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna