is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15429

Titill: 
  • Innra skipulag norskættaðra timburhúsa : þróun, einkenni og eiginleikar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í dag er rúm öld liðin frá því að norskættuð timburhús voru einkennandi í mörgum byggðum landsins. Hús þessi hafa mörg hver hýst bæði starfsemi og heimili í gegnum árin, en færst hefur mjög í aukana að fólk komi sér fyrir í húsum af þessu tagi til frambúðar. Í ritgerðinni var sjónum beint að innra skipulagi þessara húsa, en skoðuð voru ítarlega tvö norskættuð timburhús staðsett á Seyðisfirði. Húsin eru bæði byggð um aldamótin 1900, staðsett að Hafnargötu 44 og Vesturvegi 3. Hafnargata 44 hefur lengst af verið notuð undir starfsemi, en Vesturvegur 3 hefur nær alla tíð verið heimili. Kostir og gallar voru dregnir saman og skoðaðir, og jafnframt bornir saman við innra skipulag nýlegri húsa.
    Innra skipulag í norskættuðum timburhúsum gæti flokkast sem frekar almennt en sérhæft. Skipulagið býður uppá að auðvelt er að koma sér fyrir í því og laga eftir sínu höfði. Húsin virðast gædd kostum varðandi endurnýtingu og sveigjanleika innra skipulags sem vantar í mörg þeirra húsa sem byggð hafa verið á undanförnum áratugum. Hins vegar kom í ljós skortur á þjónusturýmum sem nútímalifnaðarhættir gera kröfu um.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_-ElísabetSara.pdf1.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna