is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15432

Titill: 
  • Áhrif kvenna á arkitektúr : arkitektúr og feminismi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Arkitektúr var lengi vel starfsgrein sem aðeins karlmenn iðkuðu og konur komu ekki við sögu innan greinarinnar fyrr en á 17. öld í Evrópu og Bandaríkjunum. Það var ekki fyrr en í byrjun 20. aldar sem konur settu mark sitt á arkitektúr og fyrst þá byrjuðu þær að nota hönnun bygginga til að hafa áhrif á það hvernig þær lifðu lífinu. Þetta gerðist á tímum fyrri heimstyrjaldinnar og í miðri fyrstu feminísku baráttubylgjunni. Konur fengu nóg af því að vera undir valdi karla og heimtuðu jafnrétti. Á þessum tíma voru einu konurnar sem höfðu tækifæri til að hanna byggingar, af efri stéttum og þurftu þær eða fjölskyldur þeirra að eiga mikla peninga og einkalóð. Einu mögulegu byggingarreitir fyrir þau hús sem þessar konur hönnuðu voru á þeirra einkalóðum. Konur höfðu ekki sömu réttindi og karlmenn til menntunar, aðeins efri stétta konur höfðu tækifæri á því að öðlast menntun, þó aldrei að sama marki og karlmenn. Fjölskyldumynstrið breyttist smám saman á þessum tíma og varð algengara að konur byggju jafnvel einar, með eða án barna.
    Þessar konur höfðu nýjar og ákveðnar hugmyndir um hvernig þær vildu haga lífi sínu og hvernig heimilishaldinu væri háttað. Þær höfðu þörf fyrir að lifa sjálfstæðara lífi og standa jafnfætis körlum. Það þurfti að gera róttækar breytingar og eðlilegast var að byrja á heimavelli þeirra, heimilinu. Þar þurftu þær að breyta staðalímynd kvenna. Heimilið var þeirra starfsumhverfi en yfirmaðurinn var samt sem áður eiginmaðurinn. Konur voru bundnar við þjónusturými heimilisins og fengu engin rými eingöngu fyrir sig sjálfar en karlar fengu einkarýmin á heimilinu. Til þess að geta skapað og lært þurftu konur að búa sér til rými þar sem þær höfðu næði og gátu verið út af fyrir sig.
    Eileen Gray og Truus Schröder voru nýjungagjarnar og sjálfstæðar konur sem hönnuðu sín eigin heimili upp úr 1920, þær komu fram með nýjar hugmyndir um nútíma heimilið. Önnur þeirra giftist aldrei og hin var ekkja svo að báðar fóru með völdin á sínum heimilum. Þó að þær hefðu ekki hlotið fullgilda starfsmenntun, gátu þær í krafti fjármagns og með hjálp karlkyns arkitekta náð því takmarki sínu að hanna nýstárleg heimili með nýjum áherslum. Þær vildu breyttan lífstíl þar sem þær gætu verið sjáfstæðar og óháðar innan sem utan veggja heimilisins.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif kvenna á arkitektúr.pdf7.7 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna