is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15434

Titill: 
  • „Þau tóku málin í sínar hendur“ : hver á rétt á rými í hjarta borgarinnar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessarri ritgerð verður valdagreining franska heimspekingsins Michel Foucault (1926-1984) notuð til þess að greina virkni ólíkra gerenda, þegar kemur að því hvernig við ákvörðum umhverfi okkar. Í því samhengi verður litið til lífvaldskenningarinnar Foucault og þeirra tengsla er myndast milli valds og þekkingar. Einnig verður með hjálp starfsbróður Foucault, franska heimspekingnum Gilles Deleuze (1925-95) sýnt fram á, með samtímadæminu um Hjartagarðinn, hvernig það umhverfi sem að við lifum í mótar sjálfsveruhátt okkar, og þar af leiðandi regluverkið sem að ákvarðar hið sama umhverfi. Í framhaldi verður stefna borgarinnar er lítur að borgarþóun á fyrsta áratug síðustu aldar krufinn sem og sú nýja stefna sem í mótun er. Að lokum verða samskipti borgaranna og Hjartagarðsins skoðuð með tilliti til stefnu borgarinnar og fræða Foucault og Deluze.
    Hjartagarðshópurinn kynnir til sögunnar þesskonar rými er áður hafði ekki sést í Reykjavík þ.e rými þar sem að jaðarlistin fær að blómstra fyrir allra augum en að þeirra sögn er ekki einungis um að ræða nýja gerð almenningsrýmis heldur nýja samfélagsgerð. Í daglegu tali er oft á tíðum talað um miðborg Reykjavíkur sem „miðborgina okkar“ en með því að líta til kenninga Foucaults um valdasamskipti og stýringarsamfélagsgerðar Deluze mun vera leitast við að rannsaka hverjir eigi raunverulega rétt á rými í hjarta borgarinnar.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Þau tóku málin í sínar hendur“.pdf202.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna