is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15436

Titill: 
  • Endurgerð og umköpun gamalla bygginga : Síldarverksmiðjan í Djúpavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hið einstaka verður sífellt vinsælla nú til dags. Íslenski byggingararfurinn er einstakur á sinn hátt og æskilegt er að vernda sérstöðu hans eftir fremsta megni. Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er endurgerð/umsköpun gamalla bygginga, hvernig það helst í hendur við menningararfsskilgreiningar og hvernig réttast þyki að haga slíkum framkvæmdum. Til þess að varpa ljósi á þessa þætti er Síldarverksmiðjan í Djúpavík tekin til skoðunar og sett í samhengi við verndun og uppbyggingu menningar- og mannvistarleifa, með áherslu á iðnaðararfleifð.
    Djúpavík á Ströndum er einstakt jaðarsamfélag á landsvísu sem hefur til að bera sérstöðu og upprunaleika. Síldarverksmiðjan á Djúpavík er stórvirki síns tíma og dæmi um merkan byggingararf. Greint er frá sögu Djúpavíkur og síldarverksmiðjunnar í grófum dráttum, formgerð og eiginleikum verskmiðjunnar sem og ástandi og notkun í dag. Þá er verksmiðjan og staðurinn sett í samhengi við kenningar sagn- og þjóðfræðinga um menningararf. Hvað felst í hugtakinu menningararfur, hvað ber að skilgreina sem menningararf, hvernig mönnum hættir til að misnota þetta hugtak og þannig leitast við að varpa ljósi á síldarverksmiðjuna sem menningararf. Í kjölfar þess er farið yfir húsverndunarmál almennt, hvaða reglur gilda um slíkt, stöðu þeirra mála á Íslandi í dag, hvernig best sé að fara að, hvað beri að varast og þá eru siðferðis- og álitamál varðandi slíkar framkvæmdir borin upp. Í lokin eru settar fram hugmyndir og vangaveltur varðandi framhaldslíf og möguleika síldarverksmiðjunnar og Djúpavíkur sem áfangastaðar með hlíðsjón af efni ritgerðar sem og hvernig sú uppbygging sem átt hefur sér stað á Djúpavík nú þegar getur verið öðrum samfélögum fordæmi og falið í sér þjóðhagslegan ávinning.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15436


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Endurgerð_Umsköpun_gamalla_bygginga_Síldarverksmiðjan_í_DJúpavík.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna