is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15442

Titill: 
  • Tengsl kannabisneyslu við geðrofseinkenni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjöldi rannsókna hefur bent til þess að tengsl séu á milli kannabisneyslu og geðrofseinkenna. Markmið rannsóknarinnar var skoða þessi tengsl með tilliti til upphafsaldurs neyslu og neyslumynsturs. Gögnin voru fengin úr aftursýnni rannsókn á erfðum fíknsjúkdóma sem framkvæmd var af Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Allir þátttakendur höfðu undirgengist geðgreiningarviðtalið SSAGA og voru með kannabishæði sem fyrstu greiningu, annað hvort með eða án áfengishæðis. Þátttakendur voru 173 talsins, 129 karlar og 44 konur. Því var spáð að tíðni geðrofseinkenna væri hærri í þessu úrtaki kannabisneytenda en meðal almennings, að kannabisneysla væri undanfari geðrofseinkenna, að þeir sem hófu kannabisneyslu fyrir 16 ára aldur sýndu hærri tíðni geðrofseinkenna og að samband kannabisneyslu og geðrofseinkenna væri háð skammtastærð og lengd notkunar. Niðurstöðurnar sýndu að tíðni geðrofseinkenna var hærri meðal einstaklinga með kannabishæði en í almennu þýði og að kannabisneysla var í flestum tilfellum undanfari geðrofseinkenna. Niðurstöðurnar bentu einnig til þess að kannabisneysla fyrir 16 ára aldur sé sérstakur áhættuþáttur, en marktækur munur var á tíðni geðrofseinkenna milli þeirra sem hófu neyslu fyrir 16 ára aldur og þeirra hófu neyslu seinna á ævinni. Þá fannst ekki skammtaháð samband á milli kannabisneyslu og geðrofseinkenna, en ekki var munur á tíðni geðrofseinkenna meðal þeirra sem höfðu neytt kannabiss reglulega í langan tíma og þeirra sem höfðu neytt kannabiss óreglulega í stuttan tíma. Niðurstöðurnar gefa til kynna að kannabisneysla sé áhættuþáttur vegna geðrofseinkenna, og þá sérstaklega hjá þeim sem byrja ungir í neyslu. Þessar niðurstöður færa rök gegn lögleiðingu kannabiss og ættu að hvetja til lagasetningar sem stuðlar að því að seinka upphafsaldri kannabisneyslu.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildartexti.pdf249.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna