is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15443

Titill: 
  • Kjarni heimilisins : áhrif eldri íbúðagerða á nútíma heimilislíf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skipulag heimila getur sagt okkur mikið til um eðli mannlegra samskipta á ólíkum tímum. Það getur haft gífurleg áhrif á daglegt líf okkar og er í stöðugri þróun en áhrifavaldar eru margir og breytilegir svo sem fjölskyldumynstur, matarvenjur,
    tækniþróun og fleira. Á fimmta áratug síðustu aldar var herbergjaskipan mjög ólík því sem nú tíðkast, svefnherbergi voru lítil og eldhúsið einnig minna og aðskilið frá stórum samliggjandi stofum en langur gangur í miðjunni. Algengt hefur verið að íbúðum af þessu tagi hafi verið breytt af nútímafjölskyldum, eldhús færð til og svefnherbergi stækkuð en áhugavert er að skoða hvaða áhrif það hefur á nútímafjölskyldulíf að búa í íbúð eftir skipulagi sem teiknað var fyrir fjölskyldu fimmta áratugarins. Hvar eru kjarnarými þeirrar fjölskylda? Til að fá svar við spurningu minni tók ég viðtöl við tvær fjölskyldur sem búa í íbúðum sem byggðar voru á þessum tíma, önnur í óbreyttri íbúð en í íbúð hinnar fjölskyldunnar er búið að færa eldhúsið í aðra stofana. Auk þess hafði eigið heimili í huga en sú íbúð er frá sama tíma og óbreytt. Í ritgerðinni er farið stuttlega yfir þróun íbúðargerða svo sem uppruna gangaíbúða, fúnkjónalismann, áhrif Frankfurt eldhússins og leiðina að opnun rýma. Að því loknu er viðmælendur og íbúðirnar kynntar til sögunnar með stuttum
    lýsingum á fjölskyldunum og teikningum af íbúðunum tveimur ásamt mínu eigin heimili. Því næst er rýnt í svör viðmælenda með áhrif á fjölskyldulíf og kjarnarými í brennidepli. Erfitt er að komast að skýrri og hnitmiðaðri niðurstöðu um áhrif og stöðu kjarnarýma en þó er augljóst að skipulag heimila hefur áhrif á samskipti og mikilvægt að vandað sé til verka við hönnun þeirra.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
unnurolafs.pdf3.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna