Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/15444
Fjölþjóðleg saga textíla á Íslandi er gríðarlega umfangsmikil. Íslenska sauðfjárullin hefur verið undirstaðan í textílframleiðslu landsmanna í aldanna rás, þá einkum í garngerð. Rík saga vefnaðar og textíliðju gefur til kynna hversu mikla þekkingu og reynslu þjóðin býr yfir. Við stöndum þó frammi fyrir því að í dag er textíliðnaður Íslendinga á hverfandi hveli, að undanskildum prjónaiðnaðinum. Lögð er áhersla á að skoða þau helstu hráefni sem hægt er að nýta í textíliðnað hérlendis. Þau eru hampur, lín/hör og sauðfjárull. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er hverjir möguleikar Íslendinga eru í dag þegar kemur að framleiðslu textílefna og hvernig gæti sá iðnaður styrkt stoðir fatahönnunar á Íslandi. Til að svara spurningunni er farið yfir hvernig ræktun á hör á hamp hefur gengið hérlendis og hvernig vinna þarf úr hráefnunum til að hægt sé að gera úr þeim textílefni. Ásamt því er skoðað hvernig hefðir og þekking okkar í ullarvinnslu og vefnaði gæti styrkt textíliðju hér á landi. Þar af leiðandi myndað okkur sérstöðu og styrkt stoðir íslenskrar fatahönnunar. Niðurstaðan er sú að það er fatahönnuninni sem grein mikilvægt að fjölbreyttari textíliðja fari af stað hérlendis eins og sjá má með dæmum breskra hönnuða. Íslendingar virðast búa yfir þeim möguleika að textíliðnaður hérlendis geti verið sjálfbær, því fylgir að vinna vel, hægt, þróa sig áfram og sýna náttúrunni sem og öðrum virðingu. Jafnframt er mikilvægt að nýta okkur þá þekkingu og reynslu sem þjóðin býr yfir í iðnaðinum. Samvinna er það sem gildir, að allir komi saman að uppbyggingunni því að þverfagleg samvinna getur stuðlað að nýjum sjónarmiðum og úrlausnum. Möguleikar okkar eru margir og fjölbreyttir þegar kemur að textíliðju hérlendis og ef um margvísleg textílefni er að ræða eru möguleikarnir í raun endalausir fyrir hugvitsama hönnuði.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerd,.pdf | 29.98 MB | Open | Heildartexti | View/Open |