is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15448

Titill: 
  • Klæðnaður kvenna í valdastöðum : raunverulegt frjálst val?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Klæðaburður kvenna í valdastöðum og hvaða val konur hafa þegar kemur að klæðaburði er umfjöllunarefni þessarar ritgerðar. Það heyrðust ekki margir tala um í hverju Ólafur Ragnar Grímsson var á meðan á forsetakosningabaráttunni stóð síðastliðið vor, en margir tala ennþá um í hverju Þóra Arnórsdóttir var og hvaða ímynd hún var með klæðaburði sínum að senda kjósendum. Af hverju skiptir það svona miklu máli hverju konur í valdastöðum velja að klæðast en ekki karlmenn? Skoðað er hvort barátta feminísta á árum áður og nú á tímum hafi áhrif á klæðaburð kvenna í dag og hvort það sé nauðsynlegt fyrir konur að afkynja sig til að ná „alla leið“ eða hvort þeim sé frjálst að velja sér fatnað sem þeim þykir flottastur. Í samfélagi þar sem kynlíf selur er staðreyndin sú að kynlíf selur ekki kvenkynsforstjóra. Rannsóknir hafa sýnt að klæði háttsett kona sig kynþokkafullt hafi hún ekki sömu möguleika og sú sem klæðir sig hlutlaust, hvað þá sömu möguleika og karlmaður. Eins er aukin krafa um að konur „nái langt“ í atvinnulífinu ásamt því að eigi líka fullkomna fjölskyldu. Það getur því verið erfitt að finna fatnað sem hentar báðum hlutverkunum. Konur eru ávallt undir þeirri pressu að vera við hæfi hvort sem það er á Alþingi eða á leikvelinum og hvergi stendur skrifað svart á hvítu hvað sé við hæfi. Áður fyrir klæddust konur í valdarstöðum nær untantekningarlaust drögtum en í dag eru það ekki bara dragtir sem eru við hæfi. Margar þessara kvenna sem núna eru við völd hafa skapað rými fyrir öðruvísi klæðaburð, klæðaburð þar sem dragtir og síðkjólar ráða ekki ríkjum.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerðin prent.pdf584.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna