is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15449

Titill: 
  • Ballets Russes : samspil listar og tísku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fyrsta sýning Ballets Russes var haldin í París árið 1909 undir stjórn hugsjónamannsins Serge Diaghilev. Fjöldi listamanna komu að búningahönnun fyrir ballettinn en í ritgerðinni er einblínt á Léon Bakst og Coco Chanel. Ballettinn hafði gríðarleg áhrif á tísku samtímans sem gekk í gegnum miklar breytingar á tuttugu ára starfsævi flokksins. Í fyrsta sinn varð listin samstillt tískunni en þetta samband listar og tísku er skoðað nánar í þessari ritgerð. Á þessum árum frelsaðist konan undan ánauð lífstykkisins og með tímanum varð kvenfatnaður þægilegri og praktískari. Bakst var áhrifamesti búningahönnuður Ballets Russes og tók hann virkan þátt í þessari þróun. Hann var undir sterkum áhrifum frá Austurlöndum og framandi menningarheimum og búningar hans voru exótískir, litríkir og ríkulega skreyttir. Hann hóf feril sinn sem málari og færðist smám saman út á svið tískunnar. Í ritgerðinni er rýnt í tengsl hans við tískuheiminn. Paul Poiret var aðal tískuhönnuðurinn í París á þessum tíma. Poiret leitaði í sama innblástur og Bakst og því svipaði fatnaður Poiret að mörgu leiti til búninga Bakst. Þrátt fyrir að Poiret hafi haldið öðru fram er nokkuð augljóst að Bakst veitti Poiret innblástur. Frægðarsól Bakst og Poiret reis sem hæst fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldar en þá tóku við nýjir tímar og nýjir straumar í tískunni með Coco Chanel í fararbroddi. Staða kvenna bættist í kjölfar fyrri heimsstyrjaldar og miklar breytingar urðu á áherslum í klæðnaði kvenna. Chanel kynnti til sögunnar sportlegan og þægilegan fatnað sem var mun einfaldari og stílhreinni en áður hafði sést. Hönnun hennar endurspeglaði tíðarandann og fyrirtæki hennar blómastaði á meðan fyrri heimsstyrjöld stóð. Hún sótti m.a. innblástur í sjómannafatnað sem hún yfirfærði í hátískuflíkur fyrir konur. Með hönnun sinni upphafði hún raunveruleikann en það er í raun andstæða þess sem Bakst og Poiret stóðu fyrir. Búningar hennar fyrir Ballets Russes voru af allt öðrum toga en búningar Bakst enda voru áherslur þeirra ólíkar. Chanel sótti innblástur í umhverfi sitt og stíll hennar var „minimalískur“. Annað mátti segja um skrautlegan stíl Bakst en hann sóttist í að skapa eins konar fantasíu heim í hönnun sinni. Bæði höfðu þau mikil áhrif á tísku samtímans og einnig tísku nútímans en áhrifa þeirra má enn gæta í tískuheiminum í dag.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ballets Russes - samspil listar og tísku.pdf4.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna