Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1545
Þetta verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum við Kennaraháskóla Íslands vorið 2008. Þessi ritgerð er í senn heimildarritgerð um læsi og lestrarkennslu og hugmyndabanki að því hvernig megi vinna með stafi í byrjendakennslu. Einnig gerir höfundur grein fyrir eigin skoðanakerfi um lestrarkennslu. Fyrst er fjallað um nokkur hugtök sem skipta máli í tengslum við lestrarkennslu. Síðan er fjallað almennt um læsi. Í framhaldinu er fjallað sérstaklega um lestur og ritun og þróun á hvoru tveggja. Þá er vikið að umfjöllun um lestrarkennslu og lestrarkennsluaðferðir. Fjallað er sérstaklega um hljóðaaðferðina og lestur á talmálsgrunni (LTG). Næst er gerð grein fyrir því hvernig kennarar byggja upp skoðanakerfi sín og í framhaldi gerir höfundur grein fyrir eigin skoðanakerfi um lestrarkennslu. Í lok ritgerðarinnar er síðan fyrrnefndur hugmyndabanki höfundar með hugmyndum að því hvernig megi vinna með stafi í byrjendakennslu.
Lykilorð: Læsi, lestur, ritun, lestrarkennsluaðferð, hljóðaðferð, lestur á talmálsgrunni, LTG, skoðanakerfi kennara, stafakennsla, byrjendakennsla, lestrarkennsla, hugmyndabanki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Læsi og lestrarkennsla.pdf | 1.31 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |