is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15450

Titill: 
  • Kem ég til dyranna eins og ég er klædd(ur)?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er fatnaður í samhengi við samfélagið og ímyndarsköpun. Hvernig okkur er stjórnað af hlutverkum okkar innan samfélagsins. Farið er yfir fatnað í tengslum við kyn, atvinnu og samfélagshópa og athugað hvort frjálst val eigi við þegar kemur að fatnaði eða hvort vali okkar sé stýrt af þeim hlutverkum sem við tilheyrum. Einnig eru mismuandi hópar rannsakaðir í tengslum við fatnað, bæði starfsstéttir og öfgahópar eru teknir fyrir og áhrifavaldar þeirra. 
Hverjir eru helstu áhrifavaldar samfélagsins þegar kemur að mótun tísku og stefna? Til þess að svara því eru helstu miðlar nútímasamfélags skoðaðir og aðferðir þeirra til þess að ná til mismunandi kynslóða. Miðlar tileinka sér ýmsar aðferðir til þess að selja varning sem hafa annaðhvort góð eða slæm áhrif á einstaklinga og samfélög, miðlar skapa ímyndir sem eiga það þó til að brengla raunveruleikann.
    Niðurstaða ritgerðarinn er sú að hugtakið tíska má finna í öllum hópum samfélagsins. Hvernig tískan kemur fram er þó mismunandi. Í niðurstöðunni kemur einnig fram að tíska er persónuleg tjáning sem verður fyrir þrýstingi frá samfélaginu sem aftrar því að manneskjan geti verið fullkomlega frjáls í fatavali.

Samþykkt: 
  • 4.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Sigurborg.pdf2.49 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna