is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15452

Titill: 
 • Viðhorf knattspyrnufólks á Íslandi til samkynhneigðar innan knattspyrnunnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rétt eins og aðrir minnihlutahópar í samfélaginu þurfa samkynhneigðir oft á tíðum að þola mikla fordóma og neikvæð viðhorf í sinn garð og eru íþróttir engin undantekning á því. Neikvætt viðhorf getur oft leitt til fordóma með þeim afleiðingum að einstaklingar hætta íþróttaiðkun sinni. Knattspyrna eins og aðrar íþróttir eiga að vera fyrir alla og því er mikilvægt að einstaklingar sem tilheyra minnihlutahópum eins og samkynhneigðir gera eigi möguleika á því að eiga glæstan knattspyrnuferil fyrir höndum eins og hver annar gagnkynhneigður einstaklingur. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að svo virðist sem neikvæð viðhorf til samkynhneigðar séu til staðar, einkum í hópíþróttum eins og knattspyrnu, og það getur leitt til brottfalls.
  Niðurstöður hér sýndu almennt jákvætt viðhorf knattspyrnufólks á Íslandi til samkynhneigðar innan knattspyrnunnar. Munurinn á viðhorfi kvenna og karla var þó greinilegur og virðast konur að meðaltali mun jákvæðari í garð samkynhneigðra en karlar. Einnig virtust tengsl við samkynhneigðan eða tvíkynhneigðan einstakling auka líkur á jákvæðu viðhorfi en ella. Þessar niðurstöður verða því að teljast almennt mjög jákvæðar fyrir knattspyrnuhreyfinguna á Íslandi í heild sinni og er greinilegt að aðildafélögin ásamt knattspyrnusambandinu eru að vinna gott forvarnarstarfs hvað minnihlutahópa eins og samkynhneigð varðar.

 • Útdráttur er á ensku

  Like other minorities in a society, homosexuals often have to suffer through prejudices and negative attitudes and sports are no exception. Negative attitude can often lead to prejudices and with the consequences that individuals stop practicing their sport. Football like any other sport are supposed to be for everyone and it´s there for important for people in minority groups, like homosexuals, to have the chance to achieve a great football career like any heterosexual person. Earlier research has demonstrated that it appears that negative attitudes do exist, and especially in a group sports like football, and that can lead to dropouts.
  The result showed general positive attitude amongst football players in Iceland towards homosexuality in football. A difference in attitudes between sexes was nonetheless distinguishable and it appears that women have in general a more positive attitude towards homosexuals than men do. A personal relationship with a homosexual person or a bisexual person seemed to increase positive attitude. These results are therefore considered in general very positive for the football movement in Iceland and it is apparent that the teams and the football association are doing a great job educating and preventing prejudices towards minorities like homosexuals.

Samþykkt: 
 • 4.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil2.pdf944.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna