is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15457

Titill: 
 • Lausn úr öryggisgæslu : yfirlit yfir helstu skilyrði sem þarf að uppfylla og almennt um undirbúning og framkvæmd lausnar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þegar maður er sýknaður af refsikröfu vegna sakhæfisskorts samkvæmt 15. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, eða úrskurður dóms verður sá, samkvæmt ákvæðum 16. gr., að refsing sé árangurslaus, ber dómstólum að finna viðeigandi úrræði fyrir viðkomandi. Eitt þessara úrræða er það sem kallast öryggisgæsla. Ekki er mælt um inntak hennar í hegningarlögunum en þó er ljóst að í henni felst ótímabundin vistun einstaklings á lokaðri stofnun.
  Tilsjónarmaður dómþola ásamt innanríkisráðherra geta farið fram á endurskoðun á þeirri öryggisgæslu sem viðkomandi sætir og er það síðan dómstóla að ákvarða hvort veita skuli lausn eða rýmkun á öryggisgæslunni. Engar reglur er að finna, hvorki í lögum né reglugerðum, um hvernig breytingu á inntaki slíkrar gæslu skuli háttað. Þrátt fyrir það hafa dómstólar í flestum tilvikum á grundvelli meðalhófs veitt a.m.k. einhverja rýmkun í stað algjörar lausnar. Út frá því hafa ýmsar útfærslur litið dagsins ljós, má þar nefna skilorðsbundna lausn á öryggisgæslu og nýtt hugtak er ber heitið öryggismeðferð.
  Dómstólar eru ekki bundnir neinu ákveðnu ferli sem þeir þurfa að fylgja við ákvörðunartöku sína. Hins vegar hvílir rík rannsóknarskylda á dómurum í svona málum og er því mælst til að þeir nýti sér gögn sem sérfræðingar hafa tekið saman um hagi dómþola sér til hliðsjónar. Að auki sýnir dómaframkvæmd að það eru ákveðin skilyrði sem dómstólar líta til áður en þeir taka endanlega ákvörðun og vegur hættumatið þar hæst.

 • Útdráttur er á ensku

  When a person is acquitted of criminal charges relating to lack of criminal responsibility under article 15 of the Icelandic Penal Code no. 19/1940, or the court rules, according to article 16, that punishment is ineffective it is the courts responsibility to find an appropriate remedy for that person. One of these remedies is secured supervision, there is no mention or explanation of this remedy in the Penal Code, but it is clear that it involves placing a person in a closed institution indefinitely.
  The protector and the minister of interior may request a revision of the secured supervision that a person is subjected to; it is up to the court to determine whether to grant full release or only a reduction of the remedy. No rules can be found, neither in laws or regulations, on how to change the content of the remedy. Despite this the courts have in most cases, on the basis of the proportionality principle, some reduction instead of full release. Therefore various versions have appeared, including a probationary release from secured supervision and a new concept entitled security treatment.
  The courts do not need to adhere any particular procedure when making their decision. However, they have a great research duty in cases like these, therefore it is recommended that they take into account documents that specialists have compiled about the person’s circumstances. Additionally, case law shows that there are certain criteria that the court examines before he makes his final decision, where the evaluation on if the person is still dangerous is of most importance.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 9.3.2040.
Samþykkt: 
 • 4.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.a. ritgerð lausn úr öryggisgæslu.pdf784.12 kBLokaður til...09.03.2040HeildartextiPDF