is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15461

Titill: 
 • Ræktunarsýni frá heilbrigðum leikskólabörnum og veikum börnum á sama aldri. Samanburður á faraldsfræði pneumókokka
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: S. pneumoniae eru hluti af eðlilegri flóru í nefkoki manna en geta líka valdið sýkingum jafnvel lífshættulegum. Um 10% fullorðinna eru berar og allt að 80% barna undir 10 ára aldri. Pneumókokkar eru ein algengasta dánarorsök ungbarna í heiminum en þeir draga um 800.000 börn til dauða árlega. Bakteríunni er skipt í 94 hjúpgerðir. Þær eru mismeinvirkar og er sýklalyfjaónæmi breytilegt milli þeirra. Beratíðni er mjög breytileg en 10 ákveðnar hjúpgerðir finnast hjá yfir 80% bera. Rannsókninni var ætlað að varpa ljósi á mismunandi hjúpgerðir og á mismunandi ónæmi S.pneumoniae milli heilbrigðra leikskólabarna og veikra barna á sama aldri.
  Efniviður og aðferðir: Borin voru saman tvö þýði: (A) pneumókokkar úr nefkoki heilbrigðra leikskólabarna, safnað á tímbilinu 2009-2012 á 16 leikskólum á höfuðborgarsvæðinu, (B) pneumókokkar úr innsendum sýnum frá nefkoki veikra barna á leikskólaaldri sem bárust Sýklafræðideild Landspítalans á sama tímabili. Sýnin voru öll ræktuð á Sýklafræðideild Landspítalans. Fyrir lágu næmispróf fyrir penisillíni og nokkrum öðrum lyfjum ásamt hjúpgreining á pneumókokkum frá leikskólabörnum. Pneumókokkar úr innsendum sýnum voru hjúpgreindir með PCR og rafdrætti fyrir 15 algengustu hjúpgerðum en aðrir með kekkjunarprófum.
  Niðurstöður: Sýnahópur A innihélt 1255 pneumókokkastofn og hópur B 767 stofna. Algengustu hjúpgerðir í hópi A voru 23F(13%), 6A(12%) og 19F(9,1%) en 19F(31%), 6A(13%) og 23F(9,4%) í hópi B. Marktækur munur var á hjúpgerðum 6B(p=0,044), 14(p=0,036), 19F(p<0,001), 23F(P=0,01) og hjúplausum(p<0,001). Pneumókkar með skert næmi fyrir penisillíni voru marktækt algengari(p<0,001) í hópi B (265, 34%) samanborið við hóp A (178, 14%). Fjölónæmir voru líka algengari í hópi B (258, 34%) miðað við hóp A (182, 14%) (p<0,001).
  Ályktanir: Martækur munur var á hjúpgerðardreifingu milli hópanna og marktækt hærra ónæmi í hópi A. Munurinn stafar líklega af mismunandi meinvirkni hjúpgerða og því að veiku börnin eru líklegri til að hafa fengið endurteknar sýklalyfjagjafir. Þekking á hjúpgerðum sem valda sýkingum er nauðsynleg til hliðsjónar á frekari forvörnum gegn pneumókokkasýkingum. Því er mikilvægt að halda þessum rannsóknum áfram.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction: S. pneumoniae is a common pathogen colonizing the nasopharynx of humans, in particular children. The difference in pneumococcal carriage between healthy children and children with upper respiratory tract infections (URTI) usually remains speculative. In 1990-1996 when multi-resistant strains of serotype 6B were common in Iceland, carriage was considered to be very similar between these groups. Since 2004, a higher resistance rate in patient isolates was noticed. The aim of the study was to compare serotypes and antibiotic susceptibilities of pneumococci in healthy carriage and children with URTI.
  Material and methods: A comparison was made between isolates collected during studies of pneumococcal carriage of children attending day care centers in 2009-2012 (DCC group), and nasopharyngeal clinical samples from children with upper respiratory tract infections (CS group) submitted to the microbiology laboratory at Landspitalinn during the same period. The serotypes of the isolates were determined using latex agglutination and/or multiplex PCR. All pneumococcal isolates were tested for antimicrobial susceptibilities using disc diffusion tests and oxacillin resistant isolates were tested for minimum inhibitory concentrations to penicillin (E-test). Comparisons were made between children of the same age.
  Results: There were 1271 isolates from children in the DCC group and 767 in the CS group. The five most common serotypes in the DCC group were 23F, 6A, 19F, 6B and non-typable and in the CS group 19F, 6A, 23F, 6B and 15B/C. The difference was significant for 6B(p=0,044), 14(p=0,036), 19F (p<0.001), 23F (p=0.01) and non-typable (p<0.001) isolates. Penicillin non-susceptible pneumococci were more common in the CS group (265 isolates, 34%) compared to the DCC group (178 isolate, 14%), the difference being significant (p<0.001).. Multiresistant S. pneumoniae was also more often found in the CS group (258, 34% of the isolates) compared to the DCC group (182, 14%) (p<0.001).
  Conclusion: There was a significant difference in carriage of the main serotypes between the two study groups and a significantly higher resistance rate in the CS group. This is probably because certain serotypes are more likely to cause respiratory tract infections and infected children are more likely to have received one or more courses of antibiotics.

Samþykkt: 
 • 4.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15461


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_Palli_lokamynd.pdf1.28 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna