is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15463

Titill: 
 • Ólögmætt brottnám barna
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Með tilkomu Haagsamningsins um einkaréttarlega áhrif á brottnám barna til flutnings milli landa skapaðist grundvöllur, á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar, til að afhending brottnuminna barna gæti átt sér stað. Ákvæði samningsins voru útfærð með lögum um viðurkenningu og fullnustu erlendra ákvarðana um forsjá barna, afhendingu brottnuminna barna o.fl. nr. 160/1995, eða brottnámslögunum eins og þau eru oftast kölluð. Ákvarðanir um afhendingu eða synjun um afhendingu brottnumins barns eru byggðar á ákvæðum 11. og 12. gr. brottnámslaganna. Samkvæmt 11. gr. verður brottnámið að hafa verið ólögmætt í skilningi laga upprunaríkisins og verður sá sem krefst endurheimtar barns að vera forsjáraðili. Í 12. gr. er að finna undanþáguákvæði um hvenær synja megi um afhendingu barns. Í þessari ritgerð verður litið til þess hvenær hægt sé að höfða afhendingarmál og hvenær brottnám telst ólögmætt. Ákvæði í 11. og 12. gr. verða útskýrð, skoðað verður hvenær þeim er beitt og hvernig. Skoðuð verður íslensk dómaframkvæmd til að sýna lesandanum hvenær synjað er um afhendingu og hvenær ekki. Útfrá því verður litið til þess hvort dómstólar hafi hag barnanna að leiðarljósi þegar ákvarðanir í slíkum málum eru teknar. Að lokum verður stuttlega litið til þess hvort einhver úrræði séu í boði fyrir foreldra barna sem hafa verið brottnumin til landa sem ekki eru aðilar að Haagsamningnum.

 • Útdráttur er á ensku

  With the drafting of the Hague Convention on the civil aspects of international child abduction from 1980, prompt return of children wrongfully removed and retained was secured within the field of private international law. The articles of the Convention were
  adapted into Icelandic law in 1995 with the abduction act no. 160/1995. Decisions on return or refusal of return of an abducted child are based on the provisions of articles 11 and 12 of the Icelandic abduction act. According to article 11 the abduction must have been illegal according to laws of the country of origin and the one requesting the return must be a custodial person. In article 12 there are exceptions regarding when request for prompt return may be denied. This thesis will look at when a child is considered to have been abducted and when a request for a prompt return can be issued. Provisions of articles 11 and 12 of the
  abduction act will be explained, when they are used and how. Icelandic supreme court judgments will be looked at to explain to the reader when a request for a prompt return should be denied and when it should be approved. The thesis will also look into whether or not judges have the children’s best interests at heart when deciding in cases regarding abduction, and if there are any resources for custodial parents when their child has been abducted to a country which is not a member to the Hague Convention.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.8.2023.
Samþykkt: 
 • 4.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15463


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf31 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf124.53 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
ritgerð-Skemman.pdf411.82 kBLokaður til...01.08.2023HeildartextiPDF