is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15469

Titill: 
 • Gjaldþrot einstaklinga og réttaráhrif þess : breyttur fyrningarfrestur krafna við gjaldþrotaskipti, sbr. lög nr. 142/2010
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lögum um gjaldþrotaskipti hefur verið breytt töluvert í gegnum tíðina. Heildarendurskoðun fór fram á málaflokknum í kjölfar þeirra réttarfarsbreytinga sem fram fóru hér á landi við gildistöku laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, nr. 92/1989. Undanfarar gjaldþrots geta verið mismunandi. Greiðslustöðvun er ein þeirra og er hún skilgreind sem það tímabil þar sem skuldara er óheimilt að greiða af skuldbindingum sínum sem og að ráðstafa eignum sínum eða réttindum. Skuldarinn má heldur ekki stofna til nýrra skuldbindinga á tímabilinu. Greiðslustöðvun er veitt skuldara með það að markmiði að gefa honum frest til að koma nýrri skipan á fjármál sín með aðstoð lögmanns eða löggilts endurskoðanda. Heimild til nauðasamningsumleitana hefur einnig svipað markmið en þar er veitt heimild til skuldarans að leita samnings með það að markmiði að ráða bót á ógjaldfærni hans. Skipaður er umsjónarmaður með þeim samningsumleitunum. Gjaldþrotaskipti er sameiginleg fullnustuaðgerð allra kröfuhafa skuldarans. Við úrskurð um að gjaldþrotaskipti skuli fara fram verður til sjálfstæð persóna að lögum sem nefnist þrotabú og kennt er við nafn skuldarans. Ný fyrningarákvæði 2. og 3. mgr. 165. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl., nr. 21/1991, sem voru felld inn í lögin með breytingalögum nr. 142/2010, fela í sér að þær kröfur sem skuldari ber ábyrgð á eftir gjaldþrotaskiptin fyrnast á tveimur árum en fyrir breytinguna var sá hátturinn á að kröfurnar fyrndust á 4, 10 eða 20 árum samkvæmt lögum um fyrningu kröfuréttinda, nr. 150/2007, en lánardrottnar gátu oft haldið kröfunni lifandi í lengri tíma með því að rjúfa fyrninguna. Einnig á breytingin við þær kröfur sem ekki fengust greiddar við gjaldþrotaskipti sem hafin voru við gildistöku laganna en ekki lokið, sem og þær kröfur sem ekki fengust greiddar við gjaldþrotaskipti sem lokið var fyrir gildistöku en voru ekki fyrndar.

 • Útdráttur er á ensku

  Laws on bankruptcy have changed considerably over the years. Comprehensive review was conducted in this field, following the procedural changes which took place in Iceland with the adoption of laws no. 92/1989. Disclaimers of bankruptcy may vary. The moratorium is one of them and it is defined as the period during which the debtor may not pay off its debts and dispose of its assets or rights. Debtor is also not allowed to create new obligations for the period. The moratorium is provided for the debtor with the goal to give them time to reorganize their finances with the help of an attorney or certified public accountant. Source for composition also has similar goals but is authorized to the debtor to seek agreement with the goal to remedy its insolvency. Appointed supervisor handles the composition agreement contract. Bankruptcy is a joint enforcement action of all the creditor of the debtor. With the decree that the liquidation will be carried out to an independent body corporate called the estates and also has the name of the debtor. The new provision of second and third paragraph of article 165 of law No. 21/1991 which was incorporated into the laws with amendment law
  no. 142/2010 include the requirements that the debtor is responsible for proceedings expire in two years, but the change was in the habit of requirements nullification at 4, 10 or 20 years under law no. 150/2007, but creditors could often keep the debt alive for a longer period of time by breaking expiration. Also, the changes to the requirements of payments not obtained
  in bankruptcy that were begun before the adoption of the Act but were not completed, and the requirements of payments not obtained in bankruptcy of liquidation that was completed prior to and still were not out of date.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 10.5.2020.
Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Ólöf Heiða.pdf569.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna