en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15472

Title: 
 • Title is in Icelandic Mislingar á Íslandi - Faraldrar 19.aldar
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Inngangur: Mislingar voru algengur barnasjúkdómur hér á árum áður. Góður árangur hefur hlotist af bólusetningum en nú hefur í vaxandi mæli síðastliðin 15 ár borið á mislingafaröldrum í heiminum sem má rekja til ófullnægjandi þátttöku í bólusetningum. Á 19. öld bárust mislingar til Íslands með nokkurra áratuga millibili og árin 1846 og 1882 ollu þeir mannskæðum faröldrum. Gögn frá þeim tíma varpa ljósi á þær afleiðingar sem það hefur þegar stór hópur næmra einstaklinga er útsettur fyrir skæðri veiru á sama tíma. Markmið þessarar rannsóknar var að gefa sögulegt yfirlit yfir mislinga á Íslandi, sýna áhrif mislingafaraldra 19.aldar á dánarhlutfall á Íslandi og afla upplýsinga um þá sem líklega létust úr mislingum í þessum faröldrum.
  Efni og aðferðir: Gerð var afturskyggn, lýsandi rannsókn á mislingum á Íslandi. Rannsóknarþýðið voru þeir sem létust þegar mislingafaraldrar gengu yfir landið miðað við skráningar kirkjubóka. Til samanburðar voru þeir sem létust á sama tíma árið á undan og eftir. Reynt var að styðjast við samtíma sögulegar heimildir í gömlum tímaritum, bókum og heilbrigðisskýrslum Landlæknis. Upplýsingar um mannfjölda fengust í manntalsskýrslum, Hagskinnu og hjá Hagstofu Íslands. Upplýsingar um dánarorsakir á 19.öld voru sjaldan til staðar svo að dánardagsetning var notuð sem ígildi sjúkdómsgreiningar þar sem við átti.
  Niðurstöður: Fjöldi dauðsfalla í júní til og með desember árið 1846 jókst rúmlega þrefalt miðað við sama tímabil árið á undan og eftir. Dánarhlutfall var hæst í Mýrasýslu eða 6,6% en lægst í V-Ísafjarðarsýslu eða 2,4%. Fjöldi dauðsfalla í júní til og með ágúst árið 1882 jókst tæplega fjórfalt frá árinu á undan og er um þrefalt hærri en árið á eftir. Dánarhlutfall var hæst í N-Ísafjarðarsýslu eða 5,3% en lægst í N-Múlasýslu eða 0,60%. Listar yfir þá sem líklega létust úr mislingum í faröldrum árin 1868-70 og 1882 samanstanda af 365 og 952 manns. Þeir sem létust í júní, júlí og ágúst árið 1882 voru flestir í aldurshópnum 0-4 ára eða 64,6%. Í þeim faraldri var dánarhlutfall kvenna á barneignaaldri rúmlega tvöfalt á við karla.
  Ályktun: Upplýsingar liggja nú fyrir um þá einstaklinga sem líklega létust úr mislingum í faröldrum árin 1868-70 og 1882. Vitað er að mislingar herja harðast á ungabörn og barnshafandi konur svo að miðað við aldurssamsetningu og kynjahlutfall dauðsfalla þessa hóps er líklegt að stór hluti hans séu einstaklingar sem létust úr mislingum. Næstu skref rannsóknar eru að opna til samstarfs um að kanna hugsanlegt vægi erfðaþátta í tilurð banvænna afleiðinga sjúkdómsins, líkt og gert hefur verið við rannsóknir á Spönsku veikinni hér á landi.

Accepted: 
 • Jun 5, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15472


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sandra Gunnarsdóttir.pdf1.61 MBOpenHeildartextiPDFView/Open