is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15481

Titill: 
 • Lifrarígræðslur á Íslandi
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Júní 2013
Útdráttur: 
 • Inngangur: Lifrarígræðsla er mikilvægt meðferðarúrræði fyrir sjúklinga með lokastigs lifrarbilun af völdum bráðra eða langvinnra lifrarsjúkdóma. Með lifrarígræðslu er hægt að lengja líf og bæta lífsgæði þessara sjúklinga til muna. Umtalsverð aukning hefur orðið á nýgengi skorpulifrar á Íslandi á undanförnum árum. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga helstu ábendingar og árangur lifrarígræðslu í íslenskum sjúklingum.
  Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftursýn og náði til allra íslenskra sjúklinga sem höfðu gengist undir lifrarígræðslu frá upphafi lifrarígræðslna árið 1984 fram að 31.desember 2012. Upplýsinga um sjúklinga var safnað úr sjúkraskýrslum. Rannsóknartímabilinu var skipt í 3 undirtímabil (1984-1996, 1997-2006 og 2007-2012) til að meta tíðni lifrarígræðslna og horfur eftir tímabilum.
  Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru framkvæmdar 45 lifrarígræðslur, þar af voru 5 endurígræðslur. Alls gengust 40 sjúklingar undir lifrarígræðslu á tímabilinu, 16 karlar og 18 konur, meðalaldur 40 ár og 6 börn, meðalaldur 4 ár. Marktæk aukning var á fjölda ígræðsla per milljón milli tímabila (2,40 frá 1984-1996; 5,18 frá 1997-2006 og 8,90 á síðasta tímabilinu; p<0,01). Helstu ábendingar fyrir ígræðslu voru skorpulifur (65%), skorpulifur og lifrarfrumukrabbamein (8%), bráð lifrarbilun (15%) og önnur æxli en lifrarfrumukrabbamein (5%). Marktæk aukning sást á lifrarígræðslum vegna skorpulifrar á milli tímabilanna (7, 9 og 12 tilfelli, p=0,056). Algengustu undirliggjandi sjúkdómar voru primary biliary cirrhosis (PBC) í 8 tilfellum (20%), sjálfsofnæmislifrarbólga í 4 tilfellum (10%), áfengistengd skorpulifur í 3 tilfellum (7,5%) og primary sclerosing cholangitis (PSC) í 3 tilfellum (7,5%). PBC var algengasti undirliggjandi sjúkdómur skorpulifrar hjá konum (40%). Meðalbiðtími fyrir allt úrtakið var 5,9 mánuðir (miðgildið var 3,2). Aukning á biðtíma sást á milli tímabilanna þriggja en var þó ekki marktæk (p=0,76). Lifun var 84% eftir 1 ár og 63% eftir 5 ár. Þegar lifun var borin saman á milli tímabila með Kaplan Meier lifunargrafi sást að hún hafði aukist verulega frá því sem var í upphafi.
  Ályktanir: Aukning hefur orðið á fjölda lifrarígræðsla á undanförnum árum sem tengist líklega vaxandi nýgengi skorpulifrar á Íslandi. Lifun sjúklinga hefur að auki batnað umtalsvert. Niðurstöður rannsóknarinnar eru nokkuð sambærilegar niðurstöðum sem hafa fengist í samskonar rannsóknum fyrir önnur lönd.

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15481


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð lifrarígræðslur - pdf.pdf808.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna