is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15484

Titill: 
  • Sagnaþulir í samtímanum. Um sagnaþuli og hlutverk þeirra í nútímasamfélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður skoðað hvort sagnaþulir – fólk sem skemmtir öðru fólki með frásögnum - fyrirfinnist í dag og hvert hlutverk þeirra er. Í upphafi verður fjallað um rannsóknir á þjóðsögum og hvernig sú rannsókn leiddi til þess að farið var að rannsaka fólkið sem sagði sögurnar, sagnaþulina. Skoðaðar verða erlendar jafnt sem innlendar rannsóknir á sagnaþulum í þeim tilgangi að varpa ljósi á starfsemi þeirra og þær hefðir sem þeir hafa fylgt í gegnum aldirnar. Síðan verður fylgst með starfandi sagnaþuli í dag, Þóru. Sögur hennar verða skoðaðar sérstaklega, auk þess sem sagt verður frá sagnaskemmtunum sem hún stendur fyrir
    ásamt fleirum í Félagi sagnaþula ásamt því að fjalla um Norrænt sagnaþing sem hún sækir hvert ár.
    Markmið ritgerðarinnar er að sjá hvernig sagnaþulir starfa í samtímanum í samanburði hvernig þeir störfuðu áður og að athuga hvort sögurnar sem þeir segja séu hefðbundnar þjóðsögur eða hvort efnisskrá sagnaþulanna í dag sé mjög frábrugðin því sem hún var hérna áður fyrr. Athugað verður líka hvort það skipti máli að segja sögur í dag og hvers vegna, á tímum sjónvarps, útvarps, internets og endalauss framboðs afþreyingaefnis, við höfum enn þörf fyrir að segja sögur og heyra þær sagðar.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15484


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
32325-harpa-ritgerd.final.pdf5.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna