is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15490

Titill: 
 • Heilaígerðir á Íslandi 1993-2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur: Heilaígerðir eru alvarlegur sjúkdómur. Upplýsingar um eðli þeirra hérlendis, orsakir, einkenni og horfur eru takmarkaðar. Ásýnd sjúkdómsins var síðast kannað fyrir tímabilið 1980-1993. Þá var nýgengi 5,7*10-6/ár og dánartala var tæp 20%. Síðan eru liðin 20 ár. Greiningartækni og meðferð sjúkdómsins hefur breyst og auk þess hefur átt sér stað mikil þróun í heila-og taugaskurðlækningum.
  Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggð, tók til áranna 1993-2012 og voru sjúklingar með heilaígerð, staðbundna undirbastssýkingu (subdural empyema) og heilaberkla með í rannsókninni. Leitað var í Sögukerfi Landspítalans, aðgerðarbókum heila-og taugaskurðlækna og skrám sýkladeildar. Afdrifum sjúklinga var skipt í fjóra flokka 1) góður bati, 2) vægar afleiðingar, hafa ekki áhrif á daglegt líf, 3) alvarlegar afleiðingar, hafa áhrif á daglegt líf, 4) dauði.
  Niðurstöður: Á tímabilinu 1993-2012 greindust 22 sjúklingar með innankúpuígerðir (IKÍ). Meðalaldur var 57,7 ár (9-78 ár), karlar 68%. Fimmtán voru með heilaígerð (68,2%), sex með undirbastssýkingu (subdural empyema) (27,3%) og einn með heilaberkla (4,5%). Nýgengi var 3,9*10-6/ár. Helstu einkenni voru höfuðverkur (63,6%), staðbundin taugaeinkenni (59,1%), hiti (40,0%), ógleði/uppköst (31,8%). Meðaltími frá upphafi einkenna að greiningu var 9,2 dagar (3-29 dagar). Algengasta staðsetning ígerða var á hnakkasvæði (33,3%). Um 77% sjúklinganna voru með meiriháttar undirliggjandi sjúkdóm. Algengasta orsök var Streptococcus milleri (40,9%) og algengasti uppruni sýkingar var úr tönnum (27,3%). Flestir sjúklingar voru með fulla meðvitund við greiningu (77,3%), stór meirihluti fór í skurðaðgerð (90,1%). Meðalmeðferðartími á sýklalyfjum var 6,3 vikur og algengast var að meðhöndla sjúklinga með ceftríaxón (40,1%) og metronidazól (45,5%), einnig fengu 45,5% sjúklinga stera. Einn sjúklingur lést mánuði eftir aðgerð vegna heilaígerðar en 45,5% hlutu afleiðingar sem höfðu áhrif á daglegt líf.
  Ályktanir: Nýgengi heilaígerða og dánartíðni á Íslandi hefur lækkað lítillega frá síðustu rannsókn. Hlutdeild S. milleri ásamt sýkingum frá tönnum hefur aukist talsvert frá fyrri rannsókn og meðalaldur hefur hækkað umtalsvert. Nær helmingur sjúklinga fékk meðferð með sterum sem ekki var gert í fyrri rannsókn.

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heilaígerðir á Íslandi 1993-2012.pdf633.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna