is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15491

Titill: 
  • Dulheimur Tryggva Magnússonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tryggvi Magnússon teiknari skráði sig á spjöld sögunnar með framlagi sínu til lista. Hann var fyrsti atvinnuteiknari Íslands og brautryðjandi á sviði auglýsingateiknunnar. Teikni-
    og handverkshæfileikar hans voru framúrskarandi strax frá blautu barnsbeini. Tryggvi var einn af stofnendum háðsádeiluritsins Spegilsins og þótti besti skopteiknari landsins á sínum tíma. Hárbeittur húmor og skáldablóð í æðum nýttist honum vel í skrifum fyrir blaðið. Meðal þekktustu verka hans er framlag hans til Alþingishátíðarinnar 1930 sem og íslenska skjaldarmerkið svo eitthvað sé nefnt.
    Tryggvi var dulinn og lítillátur maður sem bjó yfir ótrúlegum hæfileikum. Aðstandendur hanslánuðu nýverið Listaháskóla Íslands mikið af gögnum úr dánarbúi hans. Um er að ræða fjölda teikninga, ljósmynda, stílabóka og ýmsa aðra persónulega muni hans. Við athugun á stílabókunum kom meðal annars í ljós áður óþekktur áhugi Tryggva á rúnastöfum og íslenskum göldrum.
    Í þessari ritgerð er kafað ofan í rannsóknir Tryggva Magnússonar og þær settar í sögulegt samhengi við þann umrótatíma sem átti sér stað á Íslandi í miðri sjálfstæðisbaráttu landsins. Rannsóknir Tyggva eru einnig bornar saman við sambærilegar rannsóknir Jochums M. Eggertssonar, athyglisverðs samtímamanns sem hafði svipuð áhugamál og Tryggvi. Við nánari athugun á innihaldi stílabóka Tryggva, verður leitast við að varpa nýju ljósi á persónuleika hans og listsköpun. Einnig verður reynt svara spurningunni um hvaðan djúpvitur áhugi Tryggva á rúnum og rúnaletri hafi komið og hvort sá áhugi hafi haft merkjandi áhrif á hlutverk hans sem
    brautriðjanda íslenskra teiknara.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15491


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dulheimur_Tryggva_Magnússonar.pdf1,87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna