is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15496

Titill: 
  • Stafræn blaða- og fréttamennska á Íslandi. Viðhorf yfirmanna á vefmiðlum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari rannsókn var að kanna viðhorf yfirmanna fjögurra íslenskra vefmiðla til breytinga á blaða- og fréttamennsku með tilkomu netsins og stafrænnar tækni. Þá var einnig athugað hvort kröfur til blaða- og fréttamanna hafi breyst í kjölfar nýrrar tækni. Leitast var við að bera saman stöðu og þróun stafrænnar blaða- og fréttmennsku hér heima og erlendis út frá viðhorfum yfirmannanna. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, en tekin voru viðtöl við einn yfirmann á fjórum vefmiðlum. Vefmiðlarnir sem um ræðir eru mbl.is, ruv.is, visir.is og dv.is.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að yfirmennirnir séu almennt jákvæðir í garð þeirra breytinga sem netið og stafræn tækni hefur haft á blaða- og fréttamennsku. Þeir líta á vefmiðlana sem framtíð fjölmiðlanna og hafa metnað fyrir því að nýta þá möguleika sem felast í stafrænni blaða- og fréttamennsku. Aftur á móti hafa kröfur til blaða- og fréttamanna aukist verulega með tilkomu netsins og stafrænnar tækni. Blaða- og fréttamönnum hefur fækkað en vinnuálag aukist mikið. Því eru færri hendur til að vinna fleiri verk. Tæknikunnátta blaða- og fréttamanna á vefmiðlunum er almennt góð að mati yfirmannanna. Þrátt fyrir það eru vísbendingar um að ekki sé nógu vel staðið að fræðslu fyrir blaða- og fréttamenn um möguleika netsins og stafrænnar tækni fyrir blaða- og fréttamennsku.
    Stafræn blaða- og fréttamennska virðist vera rétt að byrja hér á landi. Til að vefmiðlarnir fái að vaxa og dafna þarf að kynna möguleika stafrænnar blaða- og fréttamennsku fyrir starfsmönnum vefmiðlanna. Auk þess þarf að bæta starfsumhverfi blaða- og fréttamanna á vefmiðlunum, veita þeim viðeigandi fræðslu og þjálfun og draga úr álagi. Vel upplýstir blaða- og fréttamenn eru nauðsynleg forsenda þess að vefmiðlarnir geti sinnt hlutverki sínu sem fjölmiðill 21. aldarinnar.

Athugasemdir: 
  • Verklegi hluti þessa lokaverkefnis er vefsíðan Verkfærakista blaðamannsins (verkfaerakista.is).
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stafræn blaða- og fréttamennska.pdf712.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna