en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15497

Title: 
 • Title is in Icelandic Líðan sjúklinga á sjúkradeild eftir liðskiptaaðgerð á hné eða mjöðm, aðgengi að upplýsingum og ánægja með umönnun: Lýsandi þversniðsrannsókn
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Liðskiptaaðgerðir á mjöðmun og hnjám eru framkvæmdar á þremur sjúkrahúsum hér á landi, á Landspítalanum í Reykjavík, á Sjúkrahúsinu á Akureyri og á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Meðferð hefur verið í stöðugri þróun og undanfarin ár hefur legutími inni á sjúkrahúsi eftir þessar aðgerðir verið að styttast í takt við það. Markmið rannsóknarinnar er að kanna bataferli sjúklinga, með sérstakri áherslu á verki, á meðan þeir eru ennþá inniliggjandi á sjúkrahúsi eftir aðgerð, hvernig þeir meta aðgengi að upplýsingum á deild og ánægju þeirra með umönnun.
  Rannsóknin er hluti af alþjóðlegri rannsókn sem fram fer í sjö Evrópulöndum. Megindleg rannsóknaraðferð var notuð og gögnum safnað með spurningalistum sem sjúklingar svöruðu á meðan þeir voru inniliggjandi á sjúkrahúsi eftir aðgerð og er um að ræða lýsandi þversniðsrannsókn. Í úrtaki voru 279 liðskiptasjúklingar á þeim þremur sjúkrahúsum sem gera liðskiptaaðgerðir hér á landi og svörun var 77%.
  Flestir sjúklinganna höfðu upplifað sterka verki í legunni og rúmlega 45% sögðust hafa fundið fyrir mjög sterkum eða óþolandi verk í legunni. Sjúklingar sem höfðu fengið gervilið í hné höfðu upplifað marktækt sterkari verki en sjúklingar sem höfðu fengið gervilið í mjöðm. Marktækur munur fannst á styrk verkja eftir aldri og kyni. Erfiðleikar við hreyfingu og svefn voru þau vandamál sem næst komu. Tæp 63% sjúklinga töldu sig ekki færa um að snúa aftur til fyrri athafna við útskrift. Sjúklingar voru ánægðir með aðgengi að upplýsingum sem starfsfólk veitti þeim og almennt ánægðir með umönnun. Þeim fannst þó talsvert skorta upp á það að fjölskylda þeirra væri undirbúin nægilega fyrir útskrift.
  Niðurstöður benda til þess að bæta þurfi verkjameðferð hjá liðskiptasjúklingum og huga betur að öðrum einkennum. Bæta þarf fræðslu til aðstandanda sjúklinga og undirbúa þá betur fyrir útskrift.
  Lykilorð: Liðskiptaaðgerð, verkir, bati, aðgengi að upplýsingum, ánægja með umönnun.

 • Joint replacement procedures for hips and knees are performed in three hospitals in Iceland — National University Hospital in Reykjavik, Akureyri Regional Hospital and the West Iceland Healthcare Centre in Akranes. The procedures have developed continuously, and in recent years the period for hospital stays after these procedures has decreased accordingly. The goals of the study are to investigate patients' recovery, with particular emphasis on pain while they are still hospitalised after a procedure, how they rate access to information in the ward and their satisfaction with the care.
  The study is part of international research going on in seven European countries. A quantitative research method was employed to collect data with questionnaires that patients answered during their stay in the hospital after a procedure; this involves descriptive, cross-sectional research. The sample consisted of 279 joint-replacement patients at the three hospitals performing joint replacement procedures in Iceland, and the response rate was 77%.
  Most of the patients experienced intense pain during their stay, and over 45% said they experienced extremely intense and intolerable pain during their stay. The patients receiving an artificial knee joint experienced significantly more intense pain during their stay than patients receiving an artificial hip joint. A significant difference was found in the intensity of pain by age and gender. Difficulties with mobility and sleep were the problems coming next. Nearly 63% of patients did not think that they could return to their previous activities after discharge. Patients were satisfied with access to information that employees provided them and were generally satisfied with care. However, the patients thought that there was a considerable shortfall regarding their families being sufficiently prepared for their discharge.
  The findings indicate that the treatment of pain for joint-replacement patients must be improved, and other symptoms must be given better consideration. Instructions for members of the patients' families need to be improved to prepare them better for the patients' discharge.
  Keywords: joint replacement procedure, pain, recovery, access to information, satisfaction with care.

Sponsor: 
 • Sponsor is in Icelandic Landspítalinn
  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
Accepted: 
 • Jun 5, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15497


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
ritgerð í skemmu.pdf1.46 MBOpenHeildartextiPDFView/Open