is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15499

Titill: 
  • Samanburður á mati mæðra og feðra á þroska barna sinna
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er að skima fyrir þroskafrávikum barna til þess að þau fái viðeigandi aðstoð. Íslenski þroskalistinn er 208 atriða spurningalisti um mál- og hreyfiþroska barna á aldrinum þriggja til sex ára. Vafi hefur leikið á að feður meti börn sín með sömu nákvæmni og mæður. Samkvæmt fyrri rannsókn virðast feður vanmeta börn sín miðað við mæður. Í rannsókninni sem hér er lýst var gerður samanburður á mati mæðra og feðra og mat foreldranna var einnig borið saman við niðurstöðu úr einstaklingsprófun. Lögð voru fyrir börnin nokkur undirpróf úr WPPSI-RIS greindarprófinu (Reikningur, Orðskilningur, Líkingar og Myndfletir) og nokkur undirpróf úr Movement ABC hreyfiþroskaprófinu (Þræða perlur, standa á öðrum fæti og Grípa baunabolta). Foreldrar 56 barna á aldrinum fjögurra til fimm ára svöruðu Íslenska þroskalistanum og einstaklingspróf voru lögð fyrir börnin á leikskóla þeirra. Samræmi í mati foreldranna var miðlungs eða gott (frá r = 0,46 til r = 0,70). Feðurnir höfðu tilhneigingu til að meta börn sín lægra en mæðurnar sem er í samræmi við niðurstöður úr fyrri rannsókn. Munurinn á mati mæðra og feðra var marktækur á heildartölu listans (Þroskatölu), Málþætti, Hreyfiþætti og á undirprófunum Fínhreyfingar og Sjálfsbjörg. Samleitin fylgni við einstaklingsprófin var yfirleitt viðunandi eða óviðunandi bæði hjá mæðrum og feðrum en sundurgreinandi fylgni var heldur betri hjá feðrunum. Ljóst er að feður, eins og mæður, meta þá þætti í þroska barna sinna sem þeir eiga að meta. Íslenski þroskalistinn er aðeins staðlaður fyrir mæður en feður geta gefið réttmætar upplýsingar um þroska barna sinna til viðbótar við mat mæðranna. Munurinn á mati mæðra og feðra gefur samt til kynna að sitt hvor normin þurfi fyrir mæður og feður.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15499


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samanburður á mati mæðra og feðra á þroska barna sinna - Una Rúnarsdóttir.pdf700.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna