is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1550

Titill: 
 • Stærðfræðiveforðabók
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Vefverkefni þetta er unnið til B.Ed. prófs við Kennaraháskóla Íslands. Það er ætlað sem upplýsingasetur fyrir grunnskólanemendur og forráðamenn þeirra við stærðfræðinám. B.Ed. verkefnið byggir á upplýsingatækni, stærðfræði og námssálarfræði. Vefnum er ætlað að þróa skilning á stærðfræðilegum hugtökum, ýta undir námsvitund og gera nemendum kleift að nýta fyrri þekkingu og reynslu til frekari námsframvindu á eigin forsendum. Með öflugri upplýsingaveitu má skipuleggja og flokka efni og gera það aðgengilegra til náms.
  Leiðsögukennari okkar við B.Ed. verkefnið er Kristín Bjarnadóttir dósent í stærðfræði við Kennaraháskóla Íslands. Við vefgerð þessa lagði Kristín til orðasafn eftir sjálfa sig, sem hún hafði unnið upp úr stærðfræðibókum sem kenndar eru í grunnskólum landsins og höfðum við stuðning af honum við hugtakaþýðinguna. Við þökkum Kristínu fyrir afnot af þeim lista. Myndir eru unnar af höfundum vefsins í hinum ýmsu grafísku forritum, svo sem GeoGebra 3.0, Geometer’s Sketchpad 4.04, Kid Pix Delux 4.0, Maple 9.5, Paint 5.1, Adobe Photoshop CS, Prodesktop 8.0, Mathtype 6.0, Snagit 7.0.
  Með vefstærðfræðiorðabókinni vonumst við til þess að stærðfræðihugtök verði útskýrð með orðum og orðasamböndum þannig að það komi grunnskólanemendum og forráðamönnum þeirra til góða við stærðfræðinám þeirra, á mismunandi þekkingarstigi. Einnig munum við leitast eftir því að hafa grafískar myndir og myndskýringarefni til leiðbeiningar.
  Við vonumst til þess að vefstærðfræðiorðabókin megi gagnast sem flestum við kennslu, til náms eða almenns fróðleiks.
  Lykilorð: Stærðfræði, veforðabók, vefstærðfræðiorðabók.

Athugasemdir: 
 • Grunnskólabraut
Samþykkt: 
 • 3.7.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1550


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vefstærðfræðiorðabók.pdf150.2 kBLokaðurGreinargerðPDF