is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15501

Titill: 
  • Íslenskur atferlislisti til greiningar á kvíða barna 6-12 ára
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn var athugað hvort hægt væri að mæla kvíða barna á samfelldri vídd. Atferlislistar sem eru í notkun við greiningu á hegðunar- og tilfinningavanda barna spyrja um frávik, sem leiðir til skekktrar dreifingar á heildartölum. Atriði listans sem lagður var fyrir beinast að eðlilegum þroska. Einnig voru átta spurningar úr atferlislista Conners settar með til að athuga tengsl við þær. Gögnum var safnað á netinu og tóku 122 mæður og stjúpmæður 6-12 ára barna þátt í rannsókninni. Meginásaþáttagreining var framkvæmd og próffræðilegir eiginleikar skoðaðir. Áreiðanleiki þátta var góður og fylgni einstakra atriða við þætti var viðunandi. Þáttabygging var nokkuð skýr og atriði hlóðu á fimm þætti; Skaplyndi, Bjargráð, Feimni, Áhyggjur og Sjálfstraust. Atriði úr lista Conners mynduðu nokkuð sterk tengsl við tvo þætti íslenska listans, Skaplyndi og Feimni. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefur góðar vonir um að hægt sé að meta kvíðaröskun barna á samfellu.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sara Dís Ritgerð Bs Sálfræði.pdf678.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna