Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15503
Á hverjum degi sjáum við tugi eða hundruð leturgerða allsstaðar í kringum okkur,
oftast erum við algerlega ómeðvituð um það. Hlutverk leturs er að miðla skilaboðum.
Val á letri fer því alfarið eftir því hver skilaboðin eru. Oft er sagt að letur sé tal sem
er gert sýnilegt; það getur öskrað á mann eða hvíslað til manns. Í þessari ritgerð er farið
í saumana á því hvernig letur getur miðlað mismunandi tilfinningum. Allt letur er byggt upp á formum, bæði lífrænum og geometrískum sem miðla sitt hverri tilfinningunni. Rannsóknir hafa sýnt að mjúkar og ávalar línur leturs höfða fremur til kvenna á meðan kassalaga og klossuð form leturs höfða meira til karla. Litir geta auðveldlega miðlað tilfinningu, hver markhópur fyrir sig laðast að sinn hverri litasamsetningunni. Ljósir pastellitir höfða til kvenna en dekkri litir til karla. En varla er hægt að alhæfa í þessum efnum. Konur í einu landi kunna að hafa önnur viðhorf en konur í öðrum og hið sama gildir um karla. Hefðir og venjur í hverju menningarsamfélagi hafa áhrif, auk almennra viðhorfa til hinna ýmsu þátta samfélagsins. Þó má ljóst vera að ákveðin viðmið í notkun leturforma og lita tíðkast öllu jöfnu. Þá er alveg ljóst að letur og litir geta miðlað mis-munandi skilaboðum til fólks án þeirra vitundar eða að fólk hreinlega átti sig á því.
Um það vitna dæmin sem fram koma í þessari ritgerð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Raddir_Letursins_1.pdf | 1.73 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |