is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/15505

Titill: 
  • Mörkun í tónlistariðnaðinum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í heimi fjöldaframleiddar neysluhyggju er nær ógerlegt að komast í gegnum einn dag án þess að upplifa endalausar birtingarmyndir mörkunar. Mörkun er vafin djúpt í viðjar samfélags okkar og ekkert fær krafta hennar flúið. Þessi ritgerð fjallar um atlögu mörkunar á tónlistariðnaðinn með sérstakri áherslu á grafískan þátt þeirrar sögu. Farið verður yfir sögu tónlistariðnaðarinns, sögu hönnunar í geiranum, mismunandi birtingarmyndir hennar og áhrif. Þar næst verða mikilvægustu þættir mörkunar kynntir lesendanum. Að því loknu verður kafað djúpt í heim mörkunar í tónlistariðnaðinum þar sem tónlistarmenn eru túlkaðir sem mark og tónlist þeirra vara. Farið verður yfir kennimerki tónlistarmanna þar sem mismunandi birtingarmyndir þeirra, notkun, skilaboð og áhrif verða kynnt lesendanum. Þá verður breska progg-rokk sveitin Pink Floyd tekin til sérstakrar rannsóknar sem dæmi um vel heppnaða og langlífa mörkun í tónlistariðnaðinum. Farið verður yfir helstu þætti þess ferlis og reynt að draga fram mikilvægustu atriðin. Plötuumslög hljómsveitarinnar verða skoðuð sérstaklega vel og kenningar Storm Thorgerson (hönnuðar plötuumslaganna) um plötuumslögin og merkingu þeirra verða kynntar lesanda. Þá verður farið yfir mismunandi birtingarmyndir mörkunar í tónlistariðnaðinum. Skoðað verður hvernig hönnuðir geta nýtt sér margvíslega miðla til að skapa vissa ímynd í kringum tónlistarmenn og hvernig skal miðla þeirri ímynd til fjöldanns. Að lokum verður kafað ofan í hugarheim höfundar, þar sem ritgerðarefnið og framtíð hönnunar í tónlistariðnaðinum verða hvað efst í huga.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15505


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð Final Hreinn.pdf9.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna