is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15510

Titill: 
  • Íslenskar bjórumbúðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bjór hefur verið til í fjöldamörg ár en íslenskur bjór er tiltölulega ungt fyrirbæri sökum bjórbannsins sem sett var árið 1915, en því lauk ekki fyrr en 1989. Ég er einn af þeim sem finnst bjór afskaplega góð afurð. Ég er sérstaklega hrifinn af nýrri upplifun og öðru bragði á milli þess sem ég neyti þeirra sem eru í algjöru uppáhaldi. Fyrir ekki svo löngu síðan uppgötvaði ég ákveðið samband milli fallegra umbúða og bragðgóðs bjórs og það var þá sem ég fór að velta fyrir mér hinum og þessum smáatriðum í hönnuninni, hvernig letrið virkar, munstur og áferðir, formfræði og litanotkun. Framleiðslan af íslenskum bjór hefur aukist með árunum og úrvalið vex og dafnar með tilkomu minni brugghúsa. Þar sem bannað er að auglýsa áfengi á Íslandi er mjög mikilvægt að umbúðirnar tali máli vörunnar, nái athygli neytandans og skapi einkenni fyrir bjórana. Í þessari ritgerð ætla að ég að fjalla um þá 36 íslensku bjóra sem voru í boði í Vínbúðinni haustið 2012 að undanskildum árstíðatengdum bjór (t.d. jólabjór). Ég ætla að rannsaka nöfnin, litina, leturnotkunina, formin á miðunum, umbúðirnar og stikla á stóru um bjórauglýsingar á Íslandi. Með þessu vonast ég til þess að sjá hvað það þarf til þess að hanna fallegar bjórumbúðir.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15510


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf12.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna