is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15513

Titill: 
  • Glenn Gould : persónuleiki og einangrun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar í grófum dráttum um píanóleikarann Glenn Gould og hans einstaka persónuleika. Ég mun forvitnast um það hvernig einangrun hans, bæði í æsku og á fullorðinsárum átti þátt í að móta hann og feril hans. Glenn var umvafinn tónlist frá fæðingu. Ég byrja því á að tala um æsku hans og þau sterku áhrif sem móðir hans hafði á hann. Ótti Glenn við sjúkdóma verður síðan til umfjöllunar, hvernig hann varð til og þau neikvæðu og jákvæðu áhrif sem hann hafði á tónlistarferilinn. Ég mun tala um tilhneigingu Glenn til að einangra sig frá samferðamönnum sínum og hverjar ástæður þess voru. Ennfremur verður fjallað um hans persónulegu ástæður fyrir því að hætta að halda tónleika 31 árs og einbeita sér alfarið að hljóðupptökum. Þar mun ég skoða hvernig ótti hans og áhyggjur tengdust því.
    Í lokin tala ég svo um túlkun hans og hvernig hún tengist hans persónuleika. Hann vildi gjarnan gera hlutina öðruvísi og taldi það í raun einu réttlætinguna fyrir því að stunda listsköpun. Ég fjalla einnig um það af hverju Bach hentaði honum svona vel og hvaða boðskap Glenn sá í tónlist hans. Glenn Gould var samt sem áður dularfullur einstaklingur og því virðist erfitt að komast alveg til botns í persónuleika hans.

Samþykkt: 
  • 5.6.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15513


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BMus-ritgerð.pdf289.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna