en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15515

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif Paganinis á þróun fiðlutónlistar 19. aldar
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Nicoló Paganini var fiðluleikari sem hafði mikil áhrif á þróun tónlistarsögunnar. Í þessari ritgerð verða aðallega skoðuð áhrif Paganinis á þróun fiðlutónlistar á 19. öld. Paganini var mjög vinsæll fiðluleikari og sló í gegn meðal almennings fyrir tilstilli gríðalegra tæknilegra hæfileika. Hljóðfæraleikur hans hljómaði nýr í eyrum áheyrenda á 19. öld. Fiðluleikarinn tileinkaði sér nýuppgötvaða tækni 19. aldarinnar og beitti hæfileikum sínum við að þróa þá tækni til fullkomnunar. Hann var aðallega þekktur fyrir mjög hröð staccato, ricochet-bogastrok og fjölbreytta notkun á flaututónum, tvígripum og vinstrihandar pizzicatoi. Tónverk Paganinis eru mikilvæg heimild um fiðluleikarann en þar má sjá allt sem einkenndi tækni hans og spilastíl. Kaprísurnar 24 urðu sérstaklega vinsælar, bæði meðal fiðluleikara og annarra tónskálda. Vinsældir kaprísanna gerðu Paganini að aðal áhrifavaldi tónskálda 19. aldarinnar. Virtúósísk áhrif Paganinis bárust víða með kaprísunum og lagði það grundvöllinn að áframhaldandi útvíkkun tækninnar. Með tónverkum sínum og vinsældum kom Paganini því af stað þróun á virtúósískri tónlist, bæði í heimi fiðlunnar og í tónlistarheiminum almennt.

Accepted: 
  • Jun 5, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/15515


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif Paganinis á þróun fiðlutónlistar 19. aldar.pdf272.18 kBOpenHeildartextiPDFView/Open