Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/15527
Það sem ég mun tala um í þessari ritgerð eru mínar eigin vinnuaðferðir og þróun verka minna. Hvernig ég nota tól eins og rúðustrikuð blöð og penna sem þróast í pappírs skúlptúra, málverk, hús og mörg önnur listaverk. Hvernig ég finn formin í umhverfi mínu til að búa til munstrin sem fara svo á lítinn striga eða risa stóran vegg. Hvernig ég þróa munstrin í alls konar listaverk þar sem ég sameina þau við til dæmis arkitektúr, veggfóður, origami, prent, málverk og fleira. Einnig mun ég draga fram tengsl verka minna við verk nokkurra listamanna sem ég hef fundið skyldleika við. Í verkunum má sjá ýmiss konar skyldleika við þróun abstrakt myndlistar, þá sérstaklega geometríska abstraktsjón og stefnur eins og op-list, en þau hafa fyrst og fremst þróast af mínum eigin rannsóknum og tilraunum. Áhugi minn á munstri og munsturformum hefur þróast lengi og smátt og smátt áttaði ég mig á að þetta gæti verið leið til listsköpunar. Þess vegna finnst mér nauðsynlegt að gera grein fyrir þessu ferðalagi og því hvernig myndhugsunin hefur þróast eftir því sem ég hef gert fleiri, stærri og flóknari verk.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Án Titils pdf rétt.pdf | 10.57 MB | Open | Heildartexti | View/Open |