is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Auðlindadeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Auðlindadeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/15534

Titill: 
 • Efnainnihald og nýting á hálmbundnu taði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Hér á Íslandi hefur það færst í aukana undanfarin ár að hálmur sé notaður sem undirburður
  fyrir hin ýmsu húsdýr. Af þeirri ástæðu er búfjáráburður víða bundinn hálmi. Tildrög að
  skrifum þessum eru skortur á upplýsingum um efnainnihald hálmbundins taðs og áhrifum
  geymslu á samsetningu þess, sem liggja þarf fyrir svo gera megi haldbærar áburðaráætlanir.
  Rannsókn var gerð á efnainnihaldi hálmbundins taðs og nýtingu þess. Fimmtán sauðfjárog/
  eða nautgripabú á Norðausturlandi voru valin til þátttöku í rannsókninni. Sýni voru tekin
  úr gripahúsum og safnhaugum úti, spurningalisti var lagður fyrir bændur og viðtöl tekin við
  þá. Að lokinni efnagreiningu, úrvinnslu viðtalsgagna og spurningalista voru upplýsingar
  nýttar til þess að fá heildstæða mynd af nýtingu þessarar auðlindar. Unnið var út frá fjórum
  rannsóknarspurningum við gerð þessa verkefnis:
  · Hvert er efnainnihald hálmbundins taðs?
  · Á hvernig land er hálmtaðinu dreift á sem búfjáráburði og hvaða tækni er notuð við
  dreifinguna?
  · Hversu lengi er hálmtaðið látið brotna niður áður en það er nýtt sem áburður?
  · Hver er munurinn á efnainnihaldi í hálmbundnu taði og sauðataði?
  Helstu niðurstöður eru að efnainnihald í hálmbundnu taði reynist vera mjög breytilegt, þó
  nokkur munur er á milli hústaðs og haugtaðs en minni munur reynist vera á milli
  geldneytataðs og sauðataðs. Við geymslu í haugum eykst magn flestra næringarefna í taðinu
  að undanskildu auðleystu köfnunarefni sem tapast. Nær allir bændur nýta hálmbundið tað
  fyrst og fremst í grænfóðurflög. Við dreifingu taðsins nota margir bændur keðju- eða
  taðdreifara, þó nokkrir flytja það á sturtuvögnum að flögum og dreifa úr því með
  ámoksturstækjum véla. Það er breytilegt hversu lengi taðið er látið brotna niður áður en það er
  nýtt sem áburður. Tæpur helmingur bænda lætur það brotna niður í upp undir átta mánuði,
  nokkrir í allavega eitt ár en fáir dreifa því beint út í flögin. Við samanburð á efnainnihaldi
  hálmbundins taðs og sauðataðs án hálms, kemur í ljós að hvorki er mikill munur á
  þurrefnishlutfalli eða magni megin næringarefnanna þriggja (N, P og K).

Samþykkt: 
 • 5.6.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/15534


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2013_BS_Gudrun_Jonsdottir.pdf281.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna